Hljóðrit/Music

Eniga meninga1 Eninga meniga2

Sýnishorn úr lögum/kaupa

1. Eniga meniga, 2. Hattur & Fattur, 3. Við erum fuglar, 4. Ég heyri svo vel, 5. Ef þú ert súr vertu þá sætur, 6. Drullum-sull, 7. Sjómaður upp á hár, 8. Það vantar spýtur, 9. Ryksugulagið, 10. Dagalagið, 11. Kötturinn sem gufaði upp, 12. Hvers eiga fílar að gjalda, 13. Það hafa allir eitthvað til að ganga á, 14. Það var eitt sinn sjómaður, 15. Það er munur að vera hvalur.

Öll lög og textar eftir Ólaf Hauk Símonarson, nema textinn Drullum-sull sem er eftir Kristinn Einarsson. Gunnar Þórðarson útsetti öll lögin og stjórnaði upptökum. Fiðla: Graham Preskett. Trommur: Terry Doe. Píanó og söngur: Olga Guðrún. Önnur hljóðfæri: Gunnar Þórðarson. Tæknimaður: Martin Adam. Hljóðritun: T. W. Studios í Lundúnum. Stafræn yfirfærsla: Þórir Steingrímsson, hljóðveri 13, RÚV. Hljóðvinnsla og tónjöfnun: Óskar Páll Sveinsson í Sýrlandi. Útlit: Auglýsingastofan Örkin. Filmuvinnsla: Prisma. Útgefandi: 1. útgáfa LP, ÁÁ-hljómplötur.

2221

Sýnishorn úr lögum/kaupa

 

Kvöldfréttircd Kvöldfréttircd2

Sýnishorn úr lögum/kaupa

1. Keflavíkurvegurinn, 2. Allar leiðir, 3. Karl Marx, 4. Láttu þig dreyma, 5. Victor Jara, 6. Akureyri, 7. Af Hóteli Hermesar, 8. Lítið lag, 9. Stef, 10. Grandagarður, 11. Hótel Borg, 12. Kvöldfréttir.

Öll lög og textar eftir Ólaf Hauk Símonarson. Útsetningar: Karl Sighvatsson. Söngur: Olga Guðrún Árnadóttir. Hljóðfæraleikur – Karl Sighvatsson: Píanó, orgel og harmóníka. Tómas Tómasson: Bassi. Þórður Árnason: Gítarar. Ragnar Sigurjónsson: Trommur. Áskell Másson: Ásláttur og flauta. Ólafur Haukur Símonarson: Söngur og hljómgítar í Stef. Egill Ólafsson: Tambúrína. Björn R. Einarsson: Básúna. Ole Kr. Hansson: Básúna. Jón Sigurðsson: Trompet. John Collins: Selló. Helga Hauksdóttir: Strok. Brian Carlile: Strok. Nina G. Flygering: Strok. Ásdís Þ. Stross: Strok. Tomas Harrison: Strok. Bakraddir: Egill Ólafsson, Ingólfur Steinsson, Jóhanna Þórhalladóttir, Karl Sighvatsson, Ólafur Haukur Símonarson, Sigrún Harðardóttir, Ólafur Þórðarson, Guðlaug M. Bjarnadóttir, Brynjar Viborg og Jenný Axelsdóttir. Mynd á umslagi og hönnun 1. útgáfu: Richard  Valtingojer. Upptökumaður: Anthony Cook. Hljóðblöndun: Anthony Cook og aðstandendur.  Stafræn yfirfærsla: Gísli Helgason/Hljóðvinnslan. Hljómjöfnun: Bjarni Bragi Kjartansson. Útgefandi: 1. útgáfa LP: Gagn og gaman. 2. útgáfa: CD 2007: Dimma.

 

Kötturinncd1 Kötturinncd2

Sýnishorn úr lögum/kaupa

1. Súpermann, 2. Töfrasöngur, 3. Hundurinn Snati, 4. Fótgöngulag, 5. Vonarstræti, 6. Þá er gott að eiga vin, 7. Halló elsku menningarlíf, 8. Vögguvísa, 9. Varnaðarorð kattarins, 10. Í hinum vota skógi, 11. Óður hestsins, 12. Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, 13. Jórturdýr, 14. Trúarjátning hundsins, 15. Hver er fegurst foldu á?, 16. Takið sápu og sóp, 17. Á höttunum eftir ketti, 18. Kötturinn hennar Millu, 19. Lífið er stutt.

Öll lög og textar eftir Ólaf Hauk Símonarson. Söngur: Egill Ólafsson, Eiríkur Hauksson, Edda Heiðrún Bachman, Gunnar Rafn Guðmundsson, Jóhann Sigurðarson, Lísa Pálsdóttir, Ólafur Haukur Símonarson. Útsetningar, gítar, bassi, ásláttur og bakraddir: Gunnar Þórðarson.  Hljómborð: Jon Kjeld Seljeseth. Ásláttur: Gunnlaugur Briem. Upptökur: Hljóðriti í október 1986 og Stúdíó GÞ 1994. Mynd á umslagi: Ernst Bachman. Umslag: Hjáverk sf. Útgefandi: 1. útgáfa LP 1994, ÓHS . 2. útgáfa CD 1996, ÓHS. 3. útgáfa CD 2013 Skífan .

 

Hattur og Fattur grænir cd1 Hattur og Fattur grænir cd2

1. Við erum lentir, 2. Eniga Meniga, 3. Það er svo gaman að vera í skóla, 4. Það vantar spýtur, 5. Morgunmatur, 6. Allir eiga drauma, 7. Ef þú ert sætur, 8. Ég heyri svo vel, 9. Ryksugulag, 10. Sundferð, 11. Vögguvísa, 12. Hattur og Fattur.

Öll lög og textar eftir Ólaf Hauk Símonarson.  Útsetningar og upptökustjórn: Margrét Örnólfsdóttir. Vilhjálmur Guðjónsson: Gítar, banjó og bouzuki. Kormákur Geirharðsson: Trommur. Can Cassidy: Fiðla. Margrét Örnólfsdóttir: Allur annar hljóðfæraleikur. Upptökumaður: Ívar Ragnarsson. Upptökur fóru fram í Grjótnámunni febrúnar-marz 1999. Hljóðblöndun: Sýrland. Útlit: Komdu á morgun. Ljósmyndir: Ari Magg. Útgefandi: Flugfélagið Loftur.

 

Grettir gamli1Grettir g2

Sýnishorn af lögum/kaupa

1. Upphafssöngur (Egill Ólafsson-Þórarinn Eldjárn) , 2. Söngur Ásmundar um syni sína (Egill Ólafsson-Ólafur Haukur Símonarson), 3. Harmsöngur Tarzans (Ólafur Haukur Símonarson), 4. Kennarasöngur (Egill Ólafsson-Þórarinn Eldjárn), 5. Draumsöngur Grettis (Egill Ólafsson-Þórarinn Eldjárn), 7. Söngur Ásmundar á klóinu (Egill Ólafsson-Ólafur Haukur Símonarson), 7. Söngur Ásdísar (Egill Ólafsson-Þórarinn Eldjárn), 8. Ástardúett Grettis og Siggu (Egill Ólafsson-Þórarinn Eldjárn), 9. Uppvakningarþula (Egill Ólafsson-Galdraskræða Skugga), 10. Níðsöngur gengsins um Gretti (Egill Ólafsson-Ólafur Haukur Símonarson), 12. Grettir í skápnum (Egill Ólafsson-Þórarinn Eldjárn), 13. Fagnaðarsöngur fjölmiðlungsmanna (Egill Ólafsson-Þórarinn Eldjárn), 14. Lokasöngur gengsins um Gretti (Ólafur Haukur Símonarson), 15. Söngurinn um sjónvarpsdrauginn (Egill Ólafsson-Þórarinn Eldjárn), 16. Útvarpsráðsfundur (Egill Ólafsson-Þórarinn Eldjárn), 17. Horfinn rennilás (Egill Ólafsson-Þórarinn Eldjárn), 18. Álagaþula Gláms (Egill Ólafsson-Þórarinn Eldjárn).

Leikarar: Kjartan Ragnarsson – Grettir, Jón Sigurbjörnsson – Ásmundur, Sigurveig Jónsdóttir – Ásdís, Harald G. Haraldsson – Atli, Hanna María Karlsdóttir – Gullauga, Ragnheiður Steindórsdóttir – Sigga, Egill Ólafsson – Glámur, Eggert Þorleifsson – Tarzan.

Aðrir leikarar: Aðalsteinn Bergdal, Andri Örn Clausen, Guðrún Gísladóttir, Lilja Þórisdóttir, Nargrét Ákadóttir og Soffía Jakobsdóttir.

Hljóðfæraleikur. Ásgeir Óskarsson: trommur. Egill Ólafsson: hljómborð og söngur. Tómas Tómasson: bassi og hljómborð. Þórður Árnason: gítar og slagverk.

Hljóðritun: Gunnar Smári Helgason. Hljóðstjórn og hljóðblöndun: Gunnar Smári, Ásgeir, Egill, Tómas og Þórður. Hljóðritun fór fram í desember 1980 og janúar 1981 í Hljóðrita, Hafnarfirði. Útgefandi: LP plata 1981 LR ; CD 2007 Sena .

 

Á köldum klaka söngleikur cd Á köldum klaka söngleikur 2

 

 

Gauragangur cd1 Gauragangur cd2

Sýnishorn úr lögum/kaupa

Sýnishorn úr lögum – Borgarleikhús/kaupa

1. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska (Lag: Daníel Ágúst. Texti. ÓHS), 2. Algjör Ormur (Lag: Stefán Hjörleifsson. Texti: ÓHS), 3. Komdu til Raf (Lag: Stefán Hjörleifsson. Texti: ÓHS), 4. Eldur í nefi skólastjórans (Texti: ÓHS), 5. Ský í buxum (Lag: Jón Ólafsson. texti: ÓHS), 6. Margur verður af aurum api (Lag: Björn Jörundur. Texti: ÓHS), 7. Rómeó og Júlía (Lag: Stefán Hjörleifsson. Texti: ÓHS), 8. Hreystikallið (Lag: Jón Ólafsson. Texti: ÓHS), 9. Er hann sá rétti? (Lag: Björn Jörundur. Texti: ÓHS), 10. Klofstuttir karlar (Lag: Björn Jörundur. Texti: ÓHS), 11. Svik og tryggð (Lag: Ólafur Hólm. Texti: ÓHS), 12. Málum bæinn rauðan (Lag: Jón Ólafsson. Texti: ÓHS), 13. Skál fyrir Þorláki (Lag: Björn Jörundur. Texti: ÓHS), 14. Kennararaunir (Lag: Jón Ólafsson. Texti: ÓHS), 15. Ógleði (Lag: Daníel Ágúst. Texti: ÓHS), 16. Óskalag sjómanna (Lag: Texti: ÓHS), 17. Barngóði hrægammurinn (Lag: Jón Ólafsson. Texti: ÓHS).

Hljómsveitin Nýdönsk: Daníel Ágúst Haraldsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Stefán Hjörleifsson, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm Einarsson. Upptökur: Stúdíó Sýrland í janúar 1994. Stjórn upptöku: Nýdönsk. Upptökumaður: Sigurður Bjóla. Útgefandi: Skífan.

 

Meir gauragangur cdMeiri gauragangur 2

Sýnishorn úr lögum/kaupa

 

Fólkið cd1 Fólkið cd2

Sýnishorn úr lögum/kaupa

1. Fólkið í blokkinni (Eggert Þorleifsson), 2. Nornin (Brynhildur Guðjónsdóttir, 3. Hárfinnur hárfíni (Eggert Þorleifsson), 4. Ofurmennið (K.K.), 5. Sara systir (Katla Þorgeirsdóttir), 6. Hittu naglann á höfuðið (Eggert Þorleifsson),  7. Ingi sjóræningi (Stefán Karl Stefánsson), 8. Ég þekki strák (Katla Þorgeirsdóttir), 9. Elín (Regína Ósk Óskarsdóttir), 10. Það rignir (K.K.), 11. Vetur kóngur (Regína Ósk Óskarsdóttir), 12. Góða nótt (K.K.).

Öll lög og textar eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hljóðfæraleikarar: Jón Ólafsson, Stefán Már Magnússon, Ólafur Hólm, Björn Jr. Friðfinnsson, K.K., Friðrik Sturluson, Birkir Freyr Matthíasson. Upptökur: Stúdíó Sýrland og Eyrað. Upptökumenn: Addi 8000 og Jón Ólafsson. Stafræn hljóðjöfnun: Stúdíó Írak- Bjarni Bragi. Teikningar: Magnús Gunnlaugsson. Grafísk vinna: Pallo og Magnús Gunnlaugsson. Útgefandi: Skífan

 

Það vantar spýtur cd1 Það vantar spýtur cd2

Sýnishorn úr lögum/kaupa

 

ohs.1 ohs.7ohs.8

Sýnishorn úr lögum/kaupa

 

Fólkið safnplatan 1 Fólkið safnplata 2

Sýnishorn úr lögum/kaupa

Upp úr dúrnum1 Upp úr dúrnum 2 Upp úr dúrnum 7 Upp úr dúrnum 5 Upp úr dúrnum 3 Upp úr dúrnum 4

 Sýnishorn úr lögum/kaupa

img480-300x270img481

Útgefandi: Umhyggja, Félag til stuðnings langveikum börnum.

Flytjendur: Hallgrímur Ólafsson, Guðjón Davíð Karlsson, Ragnheiður Eiríksdóttir, Kristján Kristjánsson KK og Svavar Knútur. Bakraddir: Jón Ólafsson og Hildur Vala Einarsdóttir. Gítarar, trommur, bassi, mandólín og banjó: Stefán Már Magnússon. Útsetningar, upptökustjórn, hljómborð og ásláttur: Jón Ólafsson. Hljóðblöndun: Addi 8000. Hljóðjöfnun: Bjarni Bragi Kjartansson. Höfundur laga og texta: Ólafur Haukur Símonarson.

CD. 1

 Hárfinnur hárfíni

 Söngur: Eggert Þorleifsson

 Lag og texti: Ólafur Haukur

Hann klippir sundur og hann klippir saman.

 Hann klippir af því honum finnst það gaman.

 Hann klippir í austur, hann klippir í vestur.

 Hann Hárfinnur hann er lang, lang bestur.

 Hann klippir konur og hann klippir kalla,

 hann klippir alla og hann stoppar valla!

 Hárfinnur hárfíni, hann er bæjarins allra, allra mesti snyrtipinni.

 Hann er ótrúlega lunkinn í hárlistinni.

 Hárfinni finnst höfuð vera tækifæri.

 Hann gerir ekki mannamun, hver sem þú ert.

 Hans kikk er að fara á kostunum með greiðu og skæri.

 Hann kallar á þig, sækir þig um strætið þvert.

 Hann klippir á daginn, klippir um nætur,

 hann klippir hlæjandi og þegar hann grætur.

 Hann klippir saddur og hann klippir svangur,

hann klippir þig þótt þú sér þriggja metra langur.

 Hann klippir á Dalvík, klippir í Eyjum,

 hann klippir ungabörn með kúk og piss í bleium.

 Hárfinnur hárfíni, hann er bæjarins allra, allra mesti snyrtipinni.

 Hann ótrúlega lunkinn í hárlistinni.

 Hjá Hárfinni hver lokkur öðlast listrænt gildi.

 Hann laðar fram það besta í þér, hver sem þú ert.

 Höfuðlagið nálgast hann af næmri mildi,

 næstum eins og höfuðleðrið sé alsbert;

 hann getur ekki að því gert.

 Já, hann klippir upp, svo klippir hann niður,

 hann klippir alltaf, það er enginn friður.

 Hann klippir í blöðin, hann klippir í bækur,

 hann klippir í svefni, það er orðin kækur.

 Hann klippir stjörnur og hann klippir sólir.

 Hann klippir þig þótt þú æpir og gólir.

 Hárfinnur hárfíni, hann er bæjarins allra, allra mesti snyrtipinni.

 Hann er ótrúlega lunkinn í hárlistinni.

 Hann er bæjarins allra, allra mesti snyrtipinni,

 hann er ótrúlega lunkinn – hann Hárfinnur!

Eniga meniga 1:48

 Söngur: Olga Guðrún

Lag og Texti: Ólafur Haukur

Eniga, meninga, allir röfla um peninga.

Súkkadí, búkkadí, kaupa meira fínerí.

 Kaupæði, málæði, er þetta ekki brjálæði?

 Eitthvað fyrir alla, konur og kalla,

 krakka með hár og kalla með skalla.

 Eitthvað fyrir alla, káta krakkalakka,

 það kostar ekki neitt, þú krækir bara í pakka,

 eða fyndinn frakka, eða feitan takka!

 Eniga meninga, ég á enga peninga.

 Súkkadí, búkkadí, en ég get sungið fyrir því.

 Sönglandi, gaulandi með garnirnar gaulandi.

 Eitthvað fyrir alla, konur og kalla,

 krakka með hár og kalla með skalla.

 Eitthvað fyrir alla, káta krakkalakka,

 það kostar ekki neitt, þú krækir bara í pakka,

 eða fyndinn frakka, eða feitan takka!

Töfrasöngur 2:05

Söngur: Edda Heiðrún Bachmann

Lag og texti: Ólafur Haukur

 Sumarið góða farðu ekki fet,

ég faðma þig ásamt með rósum.

Töframannshattinn með trega ég set

til hliðar hjá þurrmjólkurdósum.

Ég taldi upp að einum, ég taldi upp að tveim,

ég taldi upp að rúmlega þremur.

En hvað er minn galdur hjá galdrinum þeim

sem grænkan í laufinu fremur.

Svona er víst lífið, sumri fylgir haust

og síðan hrímkaldur vetur.

Og vindurinn syngur voldugri raust

og vandar sig allt hvað hann getur.

Súpermann 2:37

 Söngur: Eiríkur Hauksson

 Lag og texti: Ólafur Haukur

  Súpermann, Súpermann, Súpermann.

 Súpermann, Súpermann, Súpermann,

 hvað er það í raun og veru sem hann kann?

 Kann hann að elda ýsuflök

 eða lærð´ann aldrei neitt nema fantatök?

 Lærð´ann aldrei að lifa í friði?

 Var hann alltaf að snúa einhvern úr liði?

 Súpermann, Súpermann, Súpermann.

 Súpermann, Súpermann, Súpermann,

 Þarft´ekki að taka þér frí frá störfum

 til að sinna þínum andlegu þörfum?

 Þú ert eiginlega hvorki fugl né maður.

 Þú vinnur alltaf sigur

 en ert samt aldrei glaður.

 Þú svífur um með krepptan hnefa á lofti,

 svipað og geðbilaður helikopti.

 Súpermann, Súpermann, Súpermann.

 Súpermann, Súpermann, Súpermann.

 Þarft´ekki að taka þér frí frá störfum

 til að sinna þínum andlegu þörfum?

Við erum fuglar 2:13

 Söngur: Olga Guðrún

 Lag og texti: Ólafur Haukur

  Við erum fuglar sem flögra um.

 Við finnum alltaf það sem okkur vantar.

 Að vakna snemma er viðbjóður

 ef veðrið það er slæmt

 að sjá ekki út úr augunum

 og anda heldur dræmt;

 að hita upp gamlan hafragraut

 og háma í sig með skeið,

 klæða sig í klossana

 og kjaga sína leið.

 Við erum fuglar sem flögra um

 við finnum alltaf það sem okkur vantar.

 Vanti okkur veðursæld

 þá vindum við okkur út,

 tökum skýjaslæðurnar

 og slengjum þeim í hnút.

 Langi okkur í lystiferð

 þá leggjumst við upp á þak

 uns Hafsteinn mávur flýgur hjá

 og hleypir okkur á bak

 Við erum fuglar sem flögra um

 við finnum alltaf það sem okkur vantar.

 Vanti okkur viðlagið

 þá vendum við í kross

 læðumst út af laginu

 og látum eins og hross!

 Við erum fuglar sem flögra um

 við finnum alltaf það sem okkur vantar.

Það hafa allir hnöppum að hneppa 3:15

 Söngur: Gísli Rúnar Jónsson og Árni Blandon

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Það hafa allir hnöppum að hneppa.

 Það þarf að skunda, skjótast og skreppa.

 Það verður að æða til annarra landa.

 Það þarf að flokka, greina og blanda.

 Boðorðið það virðist vera kalt.

 Þeir segja hér á jörðu allt er falt.

 Við fórum í sjónvarp, útvarp og Iðnó.

 Við skruppum á tónleika, tombólu og bingó.

 Við flettum bókum, blöðum og klæðum.

 Við leituðum álits hjá fressum og læðum.

 Boðorðið það virðist vera kalt.

 Þeir segja hér í heimi allt er falt.

 Við neitum hreinlega að taka í mál

 að þurfa að selja líkama og sál

 fyrir kjötbita, kartöflu og saltaðan þorsk.

 Það þarf að rápa í búðir og banka.

 Það þarf að hengja alla upp á hanka.

 Þeir hafa breytt jafnvel brosinu í vöru,

 auglýsa gimsteina, fiður og tjöru.

 Við neitum hreinlega að taka í mál

 að þurfa að selja líkama og sál

 fyrir kjötbita, kartöflu og saltaðan þorsk.

 Ryksugulagið 2:27

 Söngur: Olga Guðrún

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Ryksugan á fullu, étur alla drullu,

 trallalara, trallalara, trallalaramm.

 Sópa burtu ryki með kústi og gömlu priki,

 trallalara, trallalara, trallalaramm.

 Ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa

 og ef þú getur ekki klappað reyndu þá að stappa

 svo söngflokkurinn haldi sínu lagi

 og syngi ekki sitt af hvoru tagi.

 Út með allan skítinn svo einhver vilji lít´inn,

 trallalara, trallalara, trallalaramm.

 Skúra, skrúbba og bóna, rífa af öllum skóna

 trallalara, trallalara, trallalaramm.

 Ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa.

 Og ef þú getur ekki klappað reyndu þá að stappa.

 Svo söngflokkurinn haldi sínu lagi

 og syngi ekki sitt af hvoru tagi.

 Ofurmennið

 Söngur: KK

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Hann átti heima á stjörnu sem var græn og góð.

 Hann gantaðist og lék sér úti á skólalóð.

 Já, Ofurmennið óx úr grasi og allt gekk vel,

 hann æfði sig og flaug um eins og fugl,

 eins og fugl með stél.

 Svo gerðist það að vori með veður mild og blíð

 að vitfirringar hófu á hnetti þessum stríð.

 Þeir lögðu alla stjörnuna í rjúkandi rúst,

 að lokum reyndist hvergi vera heilleg,

 nei, hvergi heilleg þúst.

 Ofurmennið er ósköp líkur þér.

 Hann er einmana

 alveg eins og þú.

 Hann á herðaslá

 sem er himinblá.

 Hann flýgur oft í svefni

 alveg eins og þú.

 Bara einn komst undan, það var Ofurhetjan slyng

 sem endaði á Jörðinni, og flaug þar stóran hring;

 lenti svo á Landakotstúni um miðja nótt,

 litaðist um og sá að flestir,  já, flestir sváfu rótt.

 Þá gekk hann sem leiðin liggur niðrá Hótel Borg,

 leigði sér þar herbergi, en gekk svo út á Torg.

 Þar mætti hann fólki sem fannst hann vera klár,

 – fatnaðurinn æðislegur; og blátt, já, blátt og liðað hár!

 Hann komst að því að vitsmunaverur bjuggu hér,

 verur sem kunnu að tala og skemmta sér;

 verur sem vildu syngja og dansa dægrin löng

 og dunda við að veiða silungsbröndu, já, silung á stöng.

 Ofurmennið er ósköp líkur þér.

 Hann er einmana alveg eins og þú.

 Hann á herðaslá sem er himinblá.

 Hann flýgur oft í svefni alveg eins og þú.

 En þó að Ofurmennið segi: Ég á heima hér!

 Þá hugsar það innst inni með sjálfu sér:

 það eiga allir heima bara á einum stað,

 já, innst inni í hjarta mínu veit ég, þá veit ég,

 nú veit ég það!

 Ofurmennið er ósköp líkur þér.

 Hann er einmana alveg eins og þú.

 Hann á herðaslá sem er himinblá.

 Hann flýgur oft í svefni alveg eins og þú.

 Ofurmennið er ekki fæddur hér,

 hann er innflytjandi alveg eins og þú.

 Hann á herðaslá sem er himinblá.

 Hann flýgur oft í svefni alveg eins og þú.

 Ég heyri svo vel 2:22

 Söngur: Olga Guðrún

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Ég heyri svo vel, ég heyri grasið gróa.

 Ég heyri svo vel, ég heyri snjóinn snjóa.

 Ég heyri svo vel ég heyri orminn mjóa,

 heyri hárið vaxa, heyri neglurnar lengjast,

 heyri hjartað slá.

 Þú finnur það vel, já, allt sem hér er.

 Þú finnur það vel, allt færist nær þér.

 Þú finnur það vel, þú kemur nær mér.

 Andlitin lifna, húsin dansa og vindurinn hlær.

 Ingi sjóræningi

 Söngur: Stefán Karl

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór?

 Ístrukall sem reykir og drekkur dósabjór?

 Eða viltu verða eins og hann Ingi,

 hann Ingi sjóræningi, sjóræninginn slyngi.

 Hann siglir út um höfin breið með sigurbros á brá,

 á sjóræningjaskútunni með möstrin himinhá.

 Hann eltir uppi alla þá sem eitra höfin blá.

 Hann Ingi sjóræningi, sjóræninginn slyngi.

 Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór,

 ægilegur sóði sem þvær sér upp úr klór?

 Eða viltu verða eins og hann Ingi, hann Ingi sjóræningi,

 sjóræninginn slyngi.

 Ef sér hann Ingi olíu á floti um allan sjó,

 hann anna sér ekki hvíldar og hann þekkir ekki ró,

 fyrr en okkar Atlandssær er aftur blár og tær.

 Hann Ingi sjóræningi, sjóræninginn slyngi.

 Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór,

 æðislega ríkur, feitur eða mjór?

 Eða viltu verða eins og hann Ingi,

 hann Ingi, sjóræningi, sjóræninginn slyngi.

 Hann Ingi hefur áhyggjur af okkar góðu Jörð

 og ef hann rekst á sóða verða augun eitilhörð.

 Hann fylgist með úr mastrinu hvort mengun breiðist út

 og margan hirðir plastbrúsann og dularfullan kút.

 Og skeldýrin hann skyggnir vel, skoðar hval og sel.

 Hann Ingi sjóræningi,

 sjóræninginn slyngi.

Hann Ingi sjóræningi,

 sjóræninginn Ingi.

 Kötturinn sem gufaði upp 2:40

 Söngur: Olga Guðrún

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Ég átti eitt sinn kött sem að gufaði upp,

 já, hann hvarf bara svona einn daginn.

 Ég vissi aldrei alveg hvað af honum varð,

 en ég sé hann aldrei ganga um bæinn.

 Hann átti aldrei trefil, hann átti aldrei skó,

 en hann gaf því alls engar gætur.

 Hann vafði skýi um hálsinn og skelli, skelli-hló

 og gantaðist úti allar nætur.

 Og svo guf´aðann upp og svo guf´aðann upp.

 Og svo guf´aðann upp ég sé hann aldrei meir.

 Gaggalagú 3:49

 Söngur: Heiða

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Hérna í sveitinni allt er svo skrítið,

 hér eru allir vaknaðir í rauða bítið.

 Og flugurnar þær fljúga bæði úti og inni,

 sumar ferlega stórar, en aðrar mun minni.

 Gaggalagú!

 Hvað segir þú?

 Gaggalagú!

 Hvað meinar þú?

 Gaggalagúúú!

 Ef einhver er skrítinn,

 já, þá ert það þú!

 Í fjósinu þær baula þessar fáránlegu beljur

 svo ferlega hátt að maður sýpur hveljur.

 Þær skíta alveg skaðræðis dellum í flórinn.

 Svo skella þær upp úr allur beljukórinn.

 Gaggalagú!

 Hérna í sveitinni ég baða mig í bala,

 um baðkar eða sturtu þýðir ekkert að tala.

 Og hundurinn Snati hann át sápuna mína.

 Hann sagði bragðið ágætt og lyktina fína.

 Gaggalagú!

 Ef þú bara gerir allt sem þú getur

 þá fer svo ótal margt að ganga miklu betur.

 Beljurnar þær kinka til þín kolli að nýju;

 segja: Kannski er eitthvað spunnið í þessa píu!

 Það hafa allir eitthvað til að ganga á 2:32

 Söngur: Olga Guðrún

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Allir hafa eitthvað til að ganga á,

 teygðu fram löppina og lof mér að sjá.

 Fílinn hefur feitar tær,

 ljónið hefur loppur tvær,

 músin hefur margar smáar,

 en ormurinn hefur ansi fáar.

 En allir hafa eitthvað til að ….

 Fiskurinn hefur fína ugga,

 flóðhesturinn engan skugga,

 krókódíllinn kjaftinn ljóta;

 sá er klár að láta sig fljóta.

 En allir hafa ….

 Á vængjum fljúga fuglarnir,

 á fótum ganga trúðarnir,

 á hnúum hendast aparnir,

 á rassinum leppalúðarnir.

 En allir hafa eitthvað …

 Allir eiga drauma 2:27

 Söngur: Olga Guðrún

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Allir eiga drauma um að vera eitthvað annað

 en þeir eru í raun og veru.

 Allir eiga drauma um að vera eitthvað annað

 en þeir eru í raun og veru.

 Það var einu sinni steinbítur

 sem dreymdi um að verða naglbítur.

 Það var einu sinni skjaldbaka

 sem dreymdi um að verða tvíbaka.

Því allir eiga drauma um að vera eitthvað annað

 en þeir eru í raun og veru.

 Allir eiga drauma um að vera eitthvað annað

 en þeir eru í raun og veru.

 Það var einu sinni jólatré

 sem dreymdi um að verða herðatré.

 Það var einu sinni hlébarði

 sem dreymdi um að verða hjólbarði.

 Því allir eiga drauma um að vera eitthvað annað

 en þeir eru í raun og veru.

 Allir eiga drauma um að vera eitthvað annað

 en þeir eru í raun og veru.

 Það var einu sinni pottormur

 sem dreymdi um að verða höggormur.

 Það var einu sinni sendisveinn

 sem dreymdi um að verða jólasveinn.

 Því allir eiga drauma um að vera eitthvað annað

 en þeir eru í raun og veru.

 Allir eiga drauma um að vera eitthvað annað

 en þeir eru í raun og veru.

 Tærnar 3:13

 Söngur: Gísli Rúnar og Árni Blandon

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Vissir þú að tærnar eru tíu,

 teldu þær og sjáðu: það er satt!

 Ef ein er dregin frá þá eru þær níu,

 og þessi eina hún ber pípuhatt.

 Tærnar, tærnar!

 Vissir þú að tærnar hafa neglur,

 að tærnar búa við mjög strangar reglur,

 að tærnar fara oftast á undan þér?

 Já, já, já,

 – nema þú gangir aftur á bak!

 Margt er líkt með mönnunum og tánum,

 mönnunum þykir ósköp vænt um sig.

 Ef þú vilt kynnast betur þessum kjánum

 þá komdu hér og hlustaðu á mig.

 Tærnar, tærnar!

 Tærnar fara í fýlu eins og þú og ég,

 tærnar arka í bræði niður Laugaveg,

 tærnar elska gróðurmold og grasið grænt.

 Já, já, já – þetta er alveg tárétt!

 Tærnar búa í býsna skrítnum húsum,

 bíddu við og heyrðu allt um það.

 Sumar búa í strigaskóm með músum

 aðrar fara í stígvélum í bað.

 Tærnar, tærnar!

Tærnar búa í randsaumuðum leðurhöllum,

 tærnar velkjast um á gömlum tréhnöllum,

 tærnar eru alveg að soðna í sundur.

 Já, já, já – gatan er löng en táin stutt.

 Vonarstræti 3:07

 Söngur: Ólafur Haukur

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Í Vonarstræti vakir stjarnan mín

 er veröld dagsins hljóðnar, birtan dvín.

 Og lítil ský sem lifa stundum hátt

 þau líta um öxl og hverfa í suðurátt.

 Ó, ljúfi vindur ljá mér vænginn þinn,

 ég læt mér nægja annan …

 annan – þú átt hinn.

 Ó, leið þú mig um loftsins hálu slóð

 og lát mig heyra, bróðir, heimsins óð.

 Ég bý mér fley með bugspjót og með rá

 sem ber mig stolt um himinhöfin blá.

 Samt er það víst að vörin mín er hér

 í Vonarstræti

 stjarnan mín hjá þér.

 Fótgöngulag 2:21

 Söngur: Edda Heiðrún

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Þarna fljúga fuglarnir

 svo feykilega skrautlegir

 um loftin blá.

 Og vindurinn er vorlegur

 og varminn ekki slorlegur.

 Með hýrri há

 ég hoppa á tá.

 Já, sælir um sólbjartan dag

 við sönglum vort fótgöngulag.

 Blóm og grös og berjalyng,

 blágresi og hrafnaþing

 í klettagjá.

 Og þarna flýgur fálkinn hátt,

 fetar sig í sólarátt.

 Með hýrri há

 ég hoppa á tá.

 Okkur líður eins og laufi grein.

 Lækjarniðurinn bætir öll mein.

Og þegar sólin sindrar rauð

 við setjumst niður étum brauð

úr nestismal.

 Og tölum lágt um tilgang þess

 að tíminn líður, segir bless.

 Ó, tíma tal í tímans sal.

 Samt líður okkur lygilega vel,

 við erum léttir eins og fuglar með stél.

 Já, sælir um sólbjartan dag

 við sönglum vort fótgöngulag.

 Það rignir

 Söngur: KK

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Það rigndi í morgun.

 Það rigndi í gær.

 Það rignir á hendur.

 Það rignir á tær.

 Það rignir á hesta.

 Það rignir á kýr.

 Það rignir á hunda

 og öll önnur dýr.

 Það rignir á dali.

 Það rignir á fjöll.

 Það rignir á dverga

 og það rignir á tröll.

 Ég vil fara út

 í sundskýlu með kút

 hopp´í pollunum

 og drekka rigningu af stút.

 Úr skýjunum lekur skemmtileg bleyta.

 Ég skokka um götuna blautur í gegn.

 Þeir fullorðnu hár sitt rífa og reyta

 og segja allt ljótt um þetta ágæta regn.

 Það rignir snemma.

 Það rignir seint.

 Það rignir í hringi

 og það rignir beint.

 Það rignir á rassa.

 Það rignir á brjóst.

 Það rignir á löggu

 og það rignir á póst.

 Ég vil fara út

 í sundskýlu með kút

 hopp´í pollunum

 og drekka rigningu af stút.

 Úr skýjunum lekur skemmtileg bleyta.

 Ég skokka um götuna blautur í gegn.

 eir fullorðnu hár sitt rífa og reyta

 og segja allt ljótt um þetta ágæta regn.

 Hvað þig dreymdi? 4:36

 Söngur: Heiða

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Er það eldrauð sól, er það hlaupahjól,

 er það risi í kjól?

 Er það roðasteinn, er það galdrateinn

 er það Skugga-Sveinn?

 Er það glópagull, er það flaska full,

 er það ljónaull?

 Er það lítið ljóð, er það furðuhljóð,

 er það alveg ókunn slóð?

 Er það steinn með horn, er það fögur norn,

 er það ótrúlega skrítið viskukorn?

 Er það Stebbi strý, er það eldrautt ský,

 er það botnlaust dý?

 Er það leðurbrók, er það galdrabók,

 er það hönd með krók?

 Er það segl og rá, er það allt á ská,

 er það peysa á þrjá?

 Er það bleikur foss, er það allt í kross,

 er það brennheitur koss?

 Er það gras sem grær, er það hlátur skær,

 er það ótrúlega ágæt yngismær?

 Viltu hvísla, viltu hvísl´að mér hljótt,

 hvað þig dreymdi, hvað þig dreymdi í nótt?

 Viltu hvísla, viltu hvísl´að mér hljótt,

 hvað þig dreymdi, hvað þig dreymdi í nótt?

 Góða nótt

 Söngur: KK

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Já, þegar stjörnuaugun opnast hljóð

 á Ísalandi sofa börnin góð,

 og þótt hrollkaldur vindur hefji upp raust,

 þau búa í húsi sem eru bjart og traust.

 Í öðrum löndum eru önnur börn

 sem eiga ekkert rúm og eiga enga vörn.

 Góða nótt, góða nótt, góð nótt, góða nótt.

 Góða nótt, góða nótt, góð nótt, góða nótt.

 Við elskum ykkur meira en orð fá lýst.

 Já, einu gildir hvernig hjólið snýst,

 því ef þið eruð heilbrigð, glöð og góð

 getur enginn bætt neinu í ykkar sjóð.

 En af hverju eru þá öll þessi börn

 sem eiga í heiminum enga vörn?

 Góða nótt, góða nótt, góð nótt, góða nótt.

 Góða nótt, góða nótt, góð nótt, góða nótt.

 Það er svo gott að sofna svæfli á

og svífa inn í draumalöndin blá.

 Ef þú vaknar illa þá er einhver hér,

 einhver sem hefur vakað yfir þér.

 En hver á öll heimsins einmana börn

 sem eiga enga hlíf, sem eiga enga vörn?

 Góða nótt, góða nótt, góð nótt, góða nótt.

 Góða nótt, góða nótt, góð nótt, góða nótt.

CD 2

 Þitt fyrsta bros

 Söngur: Pálmi Gunnarsson

 Lag: Gunnar Þórðarson/ Texti: Ólafur haukur

Þú kveiktir von um veröld betri;
mín von hún óx með þér.
Og myrkrið svarta vék úr huga mér um stund.
Loks fann ég frið með sjálfum mér.

Það er svo undarlegt að elska
– að finna aftur til.
Að merkja nýjar kenndir kvikna,
að kunna á því skil
hvernig lífið vex og dafnar í myrkrinu.
Að hugsa um þig hvern dag, hverja nótt
er skylda sem ber umbunina í sjálfri sér.

Þitt fyrsta bros, þín fyrstu skref, þín fyrstu orð.
Þín fyrstu tár, þín fyrsta sorg, þín fyrsta hrösun.
Þín fyrsta ást, þinn fyrsti koss, þín fyrstu ljóð.
Mér finnst þú munir fæða allan heiminn alveg upp á nýtt.

 Fólkið í blokkinni

 Söngur: Eggert Þorleifsson

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Guðmundur góði gaf fulla flösku af blóði.

 Hann er með ótrúlega sjaldgæft blóð.

 Sigurður sæti, sendill hjá Ágæti,

 hann yrkir ógeðslega væmin ljóð.

 Jónmundur jaki vann jólamót í blaki.

 Hann fór að hágráta þar sem hann stóð.

 Við búum öll í sömu blokk í Hólunum;

 okkar blokk er langmest skreytt á jólunum

 þó sumir standi aldrei upp úr stólunum.

 Er það ekki skítið hvað sumir segja lítið?

 Þeir vakna bara í bítið í sjálfskaparvítið.

 Hermundur Hansson (hann mun vera Fransson),

 lætur sig dreyma um amerískan skrjóð.

 Vernharður Vífill (sem vill heita Fífill),

 hann ræktar jurtir sem drekka nautablóð.

 Steingrímur sterki stal eplinu af Berki

 og segir að ávextir spilli vorri þjóð.

 Loftur Loftsson heitir besti vinur minn.

 Hann bý hérna á loftinu með hundinn sinn.

 Og hundurinn er þrjóskari en déskotinn.

 Er það ekki skrítið hvað sumir segja lítið?

 Þeir vakna bara í bítið í sjálfskaparvítið.

 Valgerður Vala vinnur við að tala.

 Hún svarar í síma alveg spreng lafmóð.

 Svo þegir hún heima og hamast við að gleyma;

 vill helst ekki heyra nokkurt einasta hljóð.

 Kristmundur kennó, kennir ensku í menntó.

 Á sumrin fer hann einn á Njáluslóð.

 Pabbi minn hann Tryggvi selur tryggingar.

 Þú tryggir ekki löngu brunnar byggingar.

 Hann pabbi segir: Lífið hefur skyggingar.

 Er það ekki skrítið hvað sumur segja lítið?

 Þeir vakna bara í bítið í sjálfskaparvítið!

 Geirmundur grimmi, hann gæti verið krimmi;

 hann grýtti fölsku tönnunum útá lóð.

 Kona, hún Karin, ku víst verða farin

 því karlinn hann á engan lífeyrissjóð.

 Og dóttirin Dóra drekkur marga bjóra,

 digur sem fjallkona og alltaf lafmóð.

 Við búum öll í sömu blokk í Hólunum;

 okkar blokk er langmest skreytt á jólunum

 þó sumir standi aldrei upp úr stólunum.

 Er það ekki skítið hvað sumir segja lítið?

 Þeir vakna bara í bítið í sjálfskaparvítið.

 Sunnudagsmorgunn 3:50

 Söngur: Jón Ólafsson

 Lag: Jón Ólafsson Texti: Ólafur Haukur

 Í húsinu er allt með kyrrum kjörum

 og kaffi sem ilmar svo vel.

 Enginn að koma og enginn á förum.

 Ég set óhreint í þvottavél.

 Kötturinn mættur að kíkja á gluggann.

 Kauði er að tékka á læðunni.

 Svo skríður hann aftur beint inn í skuggann

 og ég sleppi skammarræðunni.

 Það er sunnudagsmorgunn

 og sólin hún situr við borðið.

 Sunnudagsmorgunn

 og allir sofa nema þú og ég.

 Sunnudagsmorgunn

 og sólin hún situr við borðið

 svo yndisleg.

 Og bréfarifan upp gin sitt glennir.

 Já, gott er að fá sitt morgunblað.

 Þar les ég um fræga konu sem kennir

 að kosmiskur tími standi í stað.

 Víst eru svarthol og svartir sauðir

 og svört er einatt vetrarnótt.

 Og ýmsir eru í andanum snauðir

 og enn aðrir get´ekki sofið rótt.

 En nú er sunnudagsmorgunn

 og sólin hún situr við borðið.

 Sunnudagsmorgunn

 og allir sofa nema þú og ég.

 Sunnudagsmorgunn

 og sólin hún situr við borðið

 svo yndisleg.

 Vetrarsól

 Söngur: Björgvin Halldórsson

 Lag: Gunnar Þórðarson/ Texti: Ólafur Haukur

 Hvers virði er allt heimsins prjál

 ef það er enginn hér

 sem stendur kyrr

 er aðrir hverfa á braut

 sem vill þér jafnan vel

 og deilir með þér gleði og sorg

 þá áttu minna en ekki neitt

 ef þú átt engan vin.

 Það er komin vetrartíð

 með veður köld og stríð

 ég stend við gluggann

 myrkrið streymir inn í huga minn

 þá finn ég hlýja hönd

 sál mín lifnar við

 eins og jurt sem stóð í skugga

 en hefur aftur litið ljós

 mín vetrarsól.

 Hver virði er að eignast allt

 í heimi hér

 en skorta þetta eitt

 sem enginn getur keypt.

 Hversu ríkur sem þú telst

 og fullar hendur þínar fjár

 þá áttu minna en ekki neitt

 ef þú átt engan vin.

 Ég þekki strák

 Söngur: Katla Þorgeirsdóttir

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Ég þekki strák sem þykist vera að hugsa,

 þótt allir viti að hann er bara að slugsa.

 Hann er einn af þeim sem alltaf fer að hlæja,

 en enginn stelpa vill kyssa þannig gæja.

 Lífið er eintóm látalæti.

 Lífið er eintóm hundakæti.

 Lífið er algjört hnossgæti.

 Ég þekki strák sem alltaf er á iði,

 hann getur aldrei látið nokkurn mann í friði.

 Hann er einn af þeim sem ekki kann að þegja

 en hefur aldrei frá nokkrum hlut að segja.

 Lífið er eintóm látalæti.

 Lífið er eintóm hundakæti.

 Lífið er algjört hnossgæti.

 Ég þekki strák sem stundar ljósabekki,

 hann er svo kolbrúnn að ég þekk´ann stundum ekki.

 Hann hefur verið að rækta á sér vöðva

 þótt vandi hans sé órækt heilastöðva.

 Við skulum skemmta okkur saman.

 Við skulum hafa af þessu gaman.

 Við verðum fallegri í framan.

 Ég þekki strák sem starir út í geiminn

 og þessi strákur hann er óskaplega feiminn.

 Ég heyr´ann aldrei hrópa eða flissa

 en það er hann sem ég vil langhelst kyssa.

 Við skulum skemmta okkur saman.

 Við skulum hafa af þessu gaman.

 Við verðum fallegri í framan.

 Gaggó vest 4:26

 Söngur: Eiríkur Hauksson

 Lag: Gunnar Þórðarson /Texti: Ólafur Haukur

 Bjallan glymur, gróft er hennar mál,

 Gaggó vest hefur enga tildur-sál.

 Eins og sést, eins og sést, eins og sést,

 þá er ég alinn upp í Gaggó vest.

 Kennarahræin eru kuldaleg í framan;

 kannski þykir þeim hreint ekki gaman

 að vakna í býtið í vetrartíð

 til að vitka draugfúlan æskulýð.

 Bekkjarstofur fyllast af bleikum fésum,

 Bínum og Jónum og Siggum og Dre´sum.

 handalögmál og hefðbundin læti.

 Hundskisti til að fá ykkur sæti!!

 Segðu mér: Hvaða ár hengdu þeir Krist?

 Í hvaða bandi spilar Franz þessi Liszt?

 Einn týndi bókinni, annar gleymdi að lesa.

 Af hverju kallar´ann okkur lúsablésa?

 Eins og sést, eins og sést, eins og sést,

 þá er ég alinn upp í Gaggó vest.

 Gaggó vest, Gaggó vest, gaggó vest

 gaf mér allt sem reyndist svo best.

 Kennari:  Kond´upp að töflunni hvað sem þú heitir!

 Þú minnir á kúk og öfgasveitir!

 Af hverju er haus á herðum þínum?

 Hlustaðu vel eftir orðum mínum:

 Þú verður rukkari, róni eða verra,

 rugguhestur og uxakenna!

 Nú er kennarafundur um komandi fár.

 Þeir kalla faraldurinn bítlahár!

 Frá Lifrarpolli ljót berast org.

 Lýðurinn dansar um stræti og torg.

 Var ekki nóg að fá tjútt og tvist?

 Tæpast flokkast þessi öskur sem list?

 Drottinn minn, það er dansæfing í kvöl!

 Djöfullinn sjálfur mun taka hér völd!

 Allt í einu er Andrés litli orðinn stór!

 Það gera hinir alræmdu bítla-skór.

 Hér verður rokkað og rólað ul allt!

 Það rennur vatn undir hörund vort kalt!

 Eins og sést, eins og sést, eins og sést,

 þá er ég alinn upp í Gaggó vest.

 Gaggó vest, Gaggó vest, gaggó vest

 gaf mér allt sem reyndist svo best.

 Kennari minn, ég kveð þig nú

 með kurt og pí og segi: I love you!

 Ich liebe dich, Je t´aime, ég elska þig!

 Er nokkur von til þess að þú elskir mig?

 Því eins og sést, eins og sést, eins og sést,

 þá er ég alinn upp í Gaggó vest.

 Gaggó vest, Gaggó vest, Gaggó vest

 gaf mér allt sem reyndist svo best.

 Hafið

 Söngur: Björgvin Halldórsson

 Lag: Gunnar Þórðarson /Texti: Ólafur Haukur

Hér ýtti hann afi úr vör,

amma hún blessaði för;

skipið það skreið frá landi,

vindurinn  seglin þandi.

Himinn með hríðandi ský,

hafaldan byltist með gný,

brotnar á bleikum sandi.

Nær báturinn þeirra landi?

Öldurnar amra við stein.

Þangið engist við hlein.

Spor þeirra týnd í sandi

við mar.

Nætur með nagandi beyg,

nætur með ískaldan geig.

Hönd strýkur tárvotan vanga

um nótt.

Hafið gefur og græðir,

hafið grætir og mæðir,

sogar og seiðir

svíkur og deyðir.

 Í síma 3:59

 Söngur: KK

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Ásmundur er undarlegur fugl

 sem alltaf er að reyna að spara tíma.

 Sagan segir að hann Ásmundur

 geti étið pizzu í gegnum síma.

 Fær hann ekki í magann, nei eða já?

 Hann borðar bara rusl  en hann selur á við þrjá!

 Hann talar stanslaus, talar endalaust,

 talar um að síminn minnki heiminn.

 Betri sími bætir allra líf,

 boðin þjóta hratt um himingeiminn.

 Fær hann ekki í magann, nei eða já?

 Hann borðar bara rusl en hann selur á við þrjá!

 Ásmundur er undarlegur fugl,

 hann æðir um og selur mönnum síma.

 Sumir segir: Út í Hróa hött

 að símalandi spari mönnum tíma!

 Það spari mönnum síma

 að lifa í gegnum um síma!

 Ásmundur er ofboðslega mjór,

 en örbylgjurnar halda á honum hita.

 Hann nærist ekki nema á hraðri ferð,

 þá nælir hann í volgan skyndibita.

 Fær hann ekki í magann, nei eða já?

 Hann borðar bara rusl en hann selur á við þrjá!

 Ásmundur er aldrei sambandslaus,

 hann elskar það að hringja úr sturtubaði.

 Og ef hann dottar dreymir hann um það

 að demba sér í söluferð með hraði.

 Fær hann ekki í magann, nei eða já?

 Hann borðar bara rusl en hann selur á við þrjá!

 Ásmundur er undarlegur fugl,

 hann æðir um og selur mönnum síma.

 Sumir segir: Út í Hróa hött

 að símalandi spari mönnum tíma!

 Það spari mönnum síma

 að lifa í gegnum um síma!

 Ásmundur, hann efast ekki hót,

 áherslan er mikið úrval lita.

 Hann selur gráðugt, glottandi við tönn

 og gæðir sér á volgum skyndibita.

 Fær hann ekki í magann, nei eða já?

 Hann borðar bara rusl en hann selur á við þrjá!

 Ásmundur er undarlegur fugl,

 hann æði um og selur mönnum síma.

 Sumir segir: Út í Hróa hött

 að símalandi spari mönnum tíma!

 Það spari mönnum síma

 að lifa í gegnumum síma!

 Ljósvíkingur 3:48

 Söngur: Egill Ólafsson

 Lag: Gunnar Þórðarson/ Texti: Ólafur Haukur

 Ég er ykkar maður,

 ég er ykkar þjónn,

 ég er ljósvakans ljósvíkingur.

 Ég sit vil hljóðnemann heilar nætur,

 heilinn í mér bólginn, stirðir fætur.

 Ég er poppfræðingur og plötusnúður,

 pendúll tískunnar og dapur trúður.

 Ég er ljósvakans ljósvíkingur!

 Nútímamaðurinn nærist á hljóðum,

 nákvæmlega því sem við hér bjóðum.

 Tilvera okkar er trumbuslegin

taktföst, hávær og sykurlegin.

 Ég er ljósvakans ljósvíkingur!

 Beint í æð, beint í æð, beint í æð á FM!

 Fréttir af öllu, fyndið fólk,

 fatatíska, framtíðarspár.

 Beint í æð, beint í æð á FM!

 Við lifum á tímum lausmálla manna

 eins og ljósvakamiðlarnir allir sanna;

 fólkið vill grín og gómsætar sögur

 og graðhestamúsík til rúmlega fjögur!

 Ljósvakans ljósvíkingur!

 Ég er ykkar fangi, ég er ykkar maður,

 ég er álitinn hress og sprækur og glaður.

 Ég er poppfræðingur og plötusnúður,

 pendúll tískunnar og dapur trúður.

 Ljósvakans ljósvíkingur.

 Beint í æð, beint í æð, beint í æð á FM!

 Fréttir af öllu, fyndið fólk,

 fatatíska, framtíðarspár.

 Beint í æð, beint í æð á FM!

 Harmsöngur Tarzans 2:07

 Söngur: Eggert Þorleifsson

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Ég sem hef alla ævi rólað mér í trjánum.

 ég sem hef höggvið margan krókódíl í spað

 ég sem hef bjargað ótal manns úr tígriskjafti

 ég sem tala apamál og ensku jafn vel.

 Það á að setja mig á elliheimili.

 Þá að á henda mér í ruslatunnu,

 sjálfum Tarzan konungi apanna!

 Ég þyki ekki lengur gjaldgengur.

 Ég sem hef alla ævi húkt í myrkum skógi.

 aldrei hef ég leyft mér að dotta á verðinum.

 Það reynir á taugarnar að redda ótal hlutum

 sem úrskeiðis fara í dimmum frumskógi.

 Það á að setja mig á elliheimili.

 Þá að á henda mér í ruslatunnu,

 sjálfum Tarzan konungi apanna!

 Ég þyki ekki lengur gjaldgengur.

 Melavöllur

 Söngur: Björgvin Halldórsson

 Lag: Gunnar Þórðarson/ Texti: Ólafur Haukur

 Ég sprett upp úr rúminu sprækur og hress,

 spæni í mig grautinn, segi: Veriði bless!

 Það er örlagadagur, en ég er hvergi smeykur.

 Það er Akranes – KR, úrslitaleikur!

 Röndótta peysan er pressuð og ný,

 pöntuð að utan, bæði sterk og hlý.

 Og spánýju fótboltaskórnir! Ég er hvergi smeykur!

 Það er Akranes – KR, úrslitaleikur!

 Allir á völlinn, allir á völlinn,

 vinnum Skagamenn í dag!

 Allir á völlinn, allir á völlinn!

 Löppin á Þórólfi er komin í lag!

 Bökum þá í dag!

 Vörnin er pottþétt,framlínan er beitt!

 Sei, sei, já!

 Markvarslan er loftþétt, þar lekur ekki neitt!

 Sei, sei, já!

 Við bökum þá í dag!

 Ég klifra yfir grindverkið kortér í eitt.

 Greiðasta leiðin – kostar ekki neitt.

 Þetta er bandólöglegt maður, en ég er hvergi smeykur.

 Það er Akranes – KR, úrslitaleikur.

 Hjarta mitt titrandi, taugar í hnút;

 tröll munu berjast fyrir sjö ára kút.

 Knötturinn er þó úr leðri, svo ég er hvergi smeykur.

 Það er Akranes – KR, úrslitaleikur.

 Er hann sá rétti? 3:58

 Söngur: Steinunn Ólína

 Lag: Björn Jörundur/ Texti: Ólafur Haukur

 Er hann sá rétti? Er hann engum líkur?

 Ætli hann geti orðið nógu ríkur?

 Er hægt að temja hans trylltu lund?

 Tekur því að eyða á hann kennslustund?

 Á hans séns meðal athafnamanna

 eða er hann lúði? Þetta þarf að kanna.

 Kann hann að velja sér rétta vini,

 vandaða, kurteisa heldimannasyni.

 Kannski er hann efni í ágætan mann,

 en umskapa þyrfti lítið eitt hann.

 Hann nemur engin nytsöm fræði,

 samt nægir grein hans fyrir okkur bæði.

 Á ég að elsk´ann eða á ég ekki?

 Ástin getur breyst í þunga hlekki.

 Ég er ekki gert til að búa í blokk;

 ég fer betur í höll með þjón og kokk.

 Samt sér hvar glampar á gullið í drengnum,

 glæstur og stoltur eins og lax í sprengnum.

 Hann æsir mig stundum upp úr skónum!

 Athyglisvert hvað ég er veik fyrir dónum!

 Á ég að elsk´ann eða á ég ekki?

 Ástin getur breyst í þunga hlekki.

 Ég er ekki gert til að búa í blokk;

 ég fer betur í höll með þjón og kokk.

 Ef harpa þín þagnar

 Söngur: Björgvin Halldórsson

 Lag: Gunnar Þórðarson/ Texti: Ólafur Haukur

 Að fæðast er ferð út úr myrkri

 inn í furðulegt vinnuljós.

 Þú dafnar til þess að deyja

 eins og dulítil afskorin rós.

 Einstaka flýgur sem fuglinn

 og fagnar við nýjan dag.

 Aðrir heitast við heiminn

 og hata þitt ljúflingslag.

 Ef harpa þín þagnar

 hjarta þitt kólnar

 myrkvast sjálf sólin

 himinn rignir

 hagli úr gleri

 vindurinn kveinar

 vötnin þau deyja

 og visnar hvert blóm.

 Kaldlyndið kemst upp í vana.

 Hvar eru augu þín hlý?

 Sorgin býr sálinni bana,

 sorgin er þung eins og blý.

 Á næstu hæð 4:11

 Söngur: Jón Ólafsson

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Veistu hvað ég heiti, hver ég er?

 Ég bý hérna niðri, beint undir þér.

 Á milli þín og mín er þetta gólf.

 Ég þykist sofa því klukkan er orðin hálf tólf.

 Ég þekki fótatak þitt fis svo lét

 flögrandi á tánum yfir gólfið slétt.

 Ertu að sækja eitthvað, er það bók?

 Uppáhaldsdiskurinn eða stór kók?

 Þú átt Íslandsmet í skriði.

 Þú ert í unglingalandsliði.

 Þú kann reglusemi og aga.

 Þú æfir alla ársins daga,

 alltaf hundblaut,

 það er segin saga.

 Veistu hvað ég heiti, hver ég er?

 Ég er bara strákur sem enginn sér.

 Blöðin birta aldrei af mér mynd

 þó svo ég æfi bæði hástökk og grind.

 Ég vild´ég væri, vild´ég væri

 því vanur að grípa tækifæri.

 Ég vild’ ég gæti, vild´ég gæti

 glansað inn í fyrsta sæti

 af því ég er svo frár á fæti.

 Vögguvísa 3:00

 Söngur: Edda Heiðrún Bachman

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Dagur liðinn, ljósið dvín,

 lofum það er færð´ann með sér.

 Veröld sefur, vindur hvín,

 vefðu þig að brjósti mér.

 Það er svo ljúft að geta lokið aftur brá

 og látið drauma sína bylgjast til og frá.

 Stjarnanna her

 stafar ljósi á enni þér.

 Þú veist að sérhver dagur deyr.

 Í duftið hverfur sérhvert blóm.

 Og það sem var það er ei meir;

 eftir standa orð þín tóm.

 Það er svo ljúft að geta lokið aftur brá

 og látið drauma sína bylgjast til og frá.

 Stjarnanna her

 stafar ljósi á enni þér.

 Ó, mannsins son með haga hönd

 og hrollvekjandi lipurt skyn.

 Þú munt í bítið brjóta lönd

 og berjast við þitt eigið kyn.

 Þó er svo ljúft að geta lokið aftur brá

 og látið drauma sína bylgjast til og frá.

 Stjarnanna her

 safnar perlum í hendur þér.

 Stjarnanna her

 stafar ljósi á enni þér.

 Lyftan 4:21

 Söngur: Eggert Þorleifsson

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Lyftan gengur upp og niður alla daga.

 Hennar ferðalag er algjör framhaldssaga.

 Sama fólkið stendur hérna á sama stað,

 styður fingri á hnappana, já, nema hvað?

 Lyftan dæsir, drattast svo af stað á ný.

 Hver dagur öðrum líkur þessu húsi í.

 Andlitin þau sömu, enginn brosir breitt.

 Hér gerist nákvæmlega núll komma ekki neitt.

 Þar til um daginn að hann Þorri steig í lyftuna inn.

 Það skipti engum togum, hér varð allt vitlaust, herra minn.

 Því hann Þorgrímur Jónsson er svo hræðilega sætur,

 hann brosir svo flott og er svo hreinlegur og mætur.

 Og sagan segir að hann dansi allar nætur.

 Lyftan gengur upp og niður alla daga,

 en nú er eins og lífið sé hrein spennusaga.

 Augun hafa fengið líf og lit á ný.

 Ég leyfi mér að segja, það er bót í því.

 Sumir karlar raka af sér rótföst skegg.

 Aðrir rjúka til og mála loft og vegg.

 Þeir sitja og yrkja ástarljóð á nóttinni

 alveg hissa á tilfinningagnóttinni.

 Það gerðist um daginn að hann Þorri steig í lyftuna inn.

 Það skipti engum togum, hér varð allt vitlaust herra minn.

 Já, hann Þorgrímur Jónsson er svo hræðilega sætur

 og hann brosir svo flott og er svo hreinlegur og mætur.

 Og sagan segir að hann dansi allar nætur.

 Þorri brosir, það er ekkert leyndarmál

 að þessi piltur gerir allt af lífi og sál.

 Þorri horfir djúpt í allra augu inn

 og óðar er hann orðinn besti vinur þinn.

 Er það galdur eða er það ódýrt grín?

 Geðheilsan er allt í einu sallafín!

 Mig langar mest að kyssa alla kösina

 á kjálkann, eyrað eða beint á nösina!

 Það gerðist um daginn að hann Þorri steig í lyftuna inn.

 Það skipti engum togum, hér varð allt vitlaust herra minn.

 Já, hann Þorgrímur Jónsson er svo hræðilega sætur

 og hann brosir svo flott og er svo hreinlegur og mætur.

 Og sagan segir að hann dansi allar nætur.

 Vesturgata 4:15

 Söngur: Björgvin Halldórsson

 Lag: Gunnar Þórðarson/ Texti: Ólafur Haukur

 Hann af minn gekk um á alræmdum flókaskóm

 með albönskum hrágúmmísólum sem skelltu í góm.

 Hann klæddist vínrauðum náttfötum nótt jafnt sem dag

 og nótaði í örsmáar kompur stef eða lag.

 Og þeir Steingrímur rakari hlustuðu á Händel og Bach

 og horfðu á skýin og sögðu í lotningu: Takk!

 Og Steingrímur rakari klippti í kosmiskri ró

 og kúnnarnir greidd´onum sumir með þorski upp úr sjó.

 Og Steingrímur klippti og hlustaði á Händel og Bach

 uns hundurinn Snoddast einn góðar veðurdag sprakk.

 Og blessuð skepnan skipti að lokum um vist

 þegar Steingrímur túlkaði á básúnu óð eftir Liszt.

 Í huga mér heyri ég orð þeirra enn:

 Elskan mín, þetta eru hljómlistarmenn!

 Og Guðmundur vélsmiður strengina varlega strauk

 og stundi af innvortis gleði áður en lauk.

 Og þeir lyftu glösum og gáfu sig tónum á vald

 með sólin í vestri óf gull í hvern öldufald.

 Í huga mér heyri ég orð þeirra enn:

 Elskan mín, þetta eru hljómlistarmenn!

 Víðast í heiminum hljómar nú urgur og kíf.

 Hvar er vor draumur um fegurra og betra líf?

 Erum við öllsömul dauðadæmt drullupakk?

 Er takmarkið kannski að deyða þá Händel og Bach?

 Ó, hlustaðu bróðir, ég strengina varlega strýk;

 helgnýrinn þagnar, þín sál verður aftur rík.

 Sittu hjá mér, hlustum á Händel og Bach

 og horfum á skýin og segjum í lotningu: Takk!

 Viltu halda mér fast 3:10

 Söngur: Sigrún Edda Björnsdóttir

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Í hundrað ár velktist hjarta mitt

 eins og hrekkbarið lítið skip.

 Þá birtist þú með brosið þitt

 og barnslegan aulasvip.

 Viltu halda mér fast

 svo heimurinn fall’ekki frá;

 viltu halda mér fast

 svo heimurinn fall´ekki frá.

 Borgin hún étur börnin sín;

 borgin sem glaðleg hlær.

 Enginn skeytir um örlög þín

 þú almenna huldumær.

 Viltu halda mér fast …

 Andlit sem ég elska.

 Af hverju verð ég smeyk?

 Ég sé þig svífa burtu

 – sé þig svífa burtu

 eins og reyk.

 Oft er napurt á Norðurbrú

 og næfurþunnt dagsins ljós.

 Enginn þar til að elska og hlú

 aðóléttri danskri rós.

 Viltu halda mér fast …

 Komdu birta 5:26

 Söngur: Jón Ólafsson

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Hann kuldaboli kominn er á ný

 með sín kolsvörtu og bólgnu ský.

 Og dagatalið fellir fölnuð blöð

 og fuglarnir skipa sér allir í röð.

 Þeir ætla að flytja suð´rí sólarlönd.

 Ég sé þá hverfa bakvið sjónarrönd.

 Og blómin sem í sumar brostu rjóð,

 þau bogna í vindinum, gráleit og móð.

 Komdu birta, komdu dagur,

 komdu vorsins söngur fagur.

 Já, komdu aftur, komdu góða sól

 og stráðu geislum yfir lífsins hjól.

 Sjáðu hve fjöllin eru föl og bleik,

 fannhvít á skallann eins og séu þau veik.

 Og úti á sjónum öldur rísa hátt;

 það er útrunnin sumarsins árstíðasátt.

 Komdu birta, komdu dagur,

 komdu vorsins söngur fagur.

 Já, komdu aftur, komdu góða sól

 og stráðu geislum yfir lífsins hjól.

 Leggstu á koddann ljúfa telpan mín,

 leyfðu englunum að gæta þín.

 Og áður en þú veist er aftur vor

 og undrandi lambfé að æfa ný spor.

 Komdu birta, komdu dagur,

 komdu vorsins söngur fagur.

 Já, komdu aftur, komdu góða sól

 og stráðu geislum yfir lífsins hjól.

 Allur á iði 3:23

 Söngur: Ólafur Haukur

 Lag og texti: Ólafur Haukur

 Ég get bara ekki setið á rassinum í allan dag!

 Jafnvel þó að jurtafræði sé yndislegt fag.

 Ég er lifandi, lifandi, alveg sprelllifandi

 og ég get ekki staðið í stað!

 Ég er fæddur til að dansa, ég er fæddur til að hreyfa mig!

 Meðan aðrir eru að pæl´í hvernig þeir geti hamið sig.

 Ég er lifandi, lifandi, alveg sprelllifandi

 og ég get ekki staðið í stað!

 Allur á iði, allur á iði

 ef ég heyri réttan tón!

 Ég er óvart fæddur til að hreyfa hönd og fót!

 Og ég líð engum skunkum að troða mér í staðlað mót!

 Ég er lifandi, lifandi, alveg sprelllifandi

 og ég get ekki staðið í stað!

 Allur á iði, allur á iði ef ég heyri réttan tón!