Upplýsingar um höfund/About the author

Ólafur Haukur Símonarson, leikskáld (f. 1947) ólst upp í Reykjavík. Hann stundaði nám í hönnun, bókmenntum og leikhúsfræðum í Kaupmannahöfn 1965–70, í Frakklandi 1970–71, og síðan aftur í Kaupmannahöfn 1972–74. Ólafur hefur unnið ýmis störf til sjós og lands, hann var dagskrárgerðarmaður hjá Ríkissjónvarpinu 1974–76 og gerði heimildarkvikmyndir um íslenskt þjóðlíf, en frá árinu 1976 hefur hann eingöngu sinnt bókmenntaskrifum og þýðingum. Hann hefur samið fjölda leikrita fyrir svið, útvarp og sjónvarp sem notið hafa mikilla vinsælda. Nefna má Blómarósir, Hafið, Gauragang, Þrek og tár, Kennarar óskast og Fólkið í blokkinni. Fyrir utan leikrit, ljóð og smásögur hefur Ólafur sent frá sér fjölmargar skáldsögur, svo sem Vatn á myllu kölska, Gauragang og Rigning með köflum. Einnig hefur hann samið og gefið út á hljómplötum fjölda sönglaga sem einkum höfða til ungra hlustenda (Eninga meninga, Hattur og Fattur, Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, Fólkið í blokkinni). Ólafur Haukur hefur þýtt fjölda bóka, leikrita og kvikmynda.

Ólafur Haukur var leikhússtjóri Alþýðuleikhússins árin 1980–82.

Formaður Leikskáldafélags Íslands frá 1986 til 1998.

Í stjórn STEFs á Íslandi frá 1986 til  2004.

Varaformaður Rithöfundasambands Íslands 1994-2004.

Tilnefning til Norrænu bókmenntaverðlaunanna, 1975.

Verðlaun fyrir bestu þýðingu á erlendri barnabók, 1982.

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar, 1983.

Heiðusverðlaun Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins, 1992.

Leiklistarverðlaun DV fyrir besta leikritið, 1993.

Tilnefning til Norrænu leiklistarverðlaunanna fyrir Hafið, 1994.

Les Boréales du Normandie bókmenntaverðlaunin fyrir bestu norrænu sakamálasöguna,  1997

Varaforseti Leikskáldanefndar Alþjóðaleiklistarsambandsins I.T.I. 1993-2002.

Sat í verkefnavalsnefnd Leiklistarhátíðarinnar í Bonn (Bonner Theater Biennale) árin 1992 og 1994.

Heiðursfélagi Leikskáldanefndar Alþjóðaleiklistarsambandsins I.T.I. 2006.

Heiðursfélagi Félags leikskálda og handritshöfunda, 2007.

Heiðursfélagi FTT (Félags tónskálda og textahöfunda 2008.

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir  myndskreytingar Lindu Ólafsdóttur í bók Ólafs, Uglu og Fóu, 2016.

Riddarakross hinnar Íslensku fálkaorðu fyrir framlag til leikritunar og bókmennta, 2o20.

Heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands, 2022.

Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands, 2022.

 

 

Ólafur Haukur Símonarson, born in Reykjavík, 1947, is a playwright and novelist who lives in Reykjavík, Iceland. He is married to actress/teacher Guðlaug María Bjarnadóttir and they have three children: Freyr Gunnar, Elín María, and Unnur Sesselía. Símonarson studied interior design in Copenhagen and literature and theatre in Copenhagen and Strasbourg 1965-1972.

Símonarson mainly writes for the stage and is one of the most respected and popular dramatists in Iceland. He is a very versatile writer having also written numerous novels, collections of short stories and poetry, children and youth books. His songs and lyrics for children have been been released on records and CD´s and are sung in every kindergarten in Iceland.

Símonarson has worked as full-time writer since 1974. He was director of the People´s Theatre in Reykjavík 1980-1982, Chairman of the Icelandic Dramatists´ Federation 1988-1999, Vice-Chairman of I.T.I.s´ (International Theatre Institute) playwrights´ committee 1993-1998.  Honorary Member of the I.T.I.s´  Playwrights´  Forum.  Simonarson has been on the board of the Icelandic Writers Union and the Society of Composers and Copyright owners since 1985.  Honorary member of The Icelandic Playwrights Union.

 

PRIZES AND NOMINATIONS:

Nomination for the Nordic Councils Literature Prize, 1975.

The Reykjavík Educational Councils Prize for children books, 1983.

Honorary award from the Writer´s Fund of Iceland, 1992.

The DV Theatreprize for the best Play, 1993.

The Icelandic National Broadcasting Service Writer´s Prize, 1993.

Nomination for the Nordic Playwright´s Prize, 1994.

The Les Boréales du Normandie Literature Prize for the Best Nordic Crime Novel,  1997

Leave a Reply