Kvikmyndir/Films

HAFIÐ – THE SEA, 1992

Leikstjórn: Baltasar Kormákur. Leikarar: Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld,  Hilmir Snær Guðnason, Herdís Þorvaldsdóttir, Sigurður Skúlason, Nína Dögg Filippusdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Sven Nordin og fl. Handrit: Ólafur Haukur Símonarson og Baltasar Kormákur, byggt á samnefndu leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar. Kvikmyndataka: Jean-Louis Vialard. Klipping: Valdís Óskarsdóttir. Leikmyndahönnun: Tonie Jan Zetterström. Tónlist: Frumsamin tónlist Jóns Ásgeirssonar er flutt af hljóðfæraleikurum úr Synfóníuhljómsveit Íslands, en einnig er í myndinni lag eftir  Heru Hjartardóttur, (Itchy Palms). Þá er Baseline hljómsveitarinnar Quarashi notað í myndinni í bland við strengjasveit í útsetningu Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Framleiðendur: Baltasar Kormákur og Jean-François Fonlupt. Framkvæmdastjórn: Agnes Johansen. Neskaupstaður: Myndin var nær alfarið tekin upp í Neskaupstað í október-desember 2001.

Söguþráður:

Myndin sem er byggð á samnefndu leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar er fjölskyldudrama og gerist í óskilgreindu sjávarþorpi úti á landi þar sem lífið snýst um fisk og aftur fisk. Þórður hefur rekið útgerð í 50 ár. Hann er aðalatvinnurekandinn á staðnum og hefur stjórnað fjölskyldu sinni og plássinu öllu eftir sínu höfði og er vanur því að honum sé hlýtt í einu og öllu. Hann kallar börn sín þrjú á sinn fund og ætlar sem fyrr að leggja hjörð sinni línurnar um framtíðina og einkum hvað varðandi framtíð fyrirtækisins  sem er honum eitt og allt. Þórði gleymist að taka með í reikninginn að kannski hafa afkomendurnir aðrar hugmyndir um eigin framtíð og framtíð fyrirtækisins en hann. Það kemur í ljós að þau vilja helst selja aflakvótann hæstbjóðanda til þess að geta notið ávaxtanna annars staðar. Þórður er ekki maður málamiðlana og hefur ýmis tromp á hendi sem hann ætlar að nota til að ná sínu fram. Rn í fortíðinni liggja ýmis mál grafin, en ekki öllum gleymd. Uppgjör er óumflýjanlegt og afleiðingarnar verða aðrar en nokkurn óraði fyrir.

 The Story:

A family reunion staged to welcome an exiled relation turns out to be a study in tension and unpleasant feelings in this family drama. Thórdur (Gunnar Eyjólfsson) is the aging owner of a fishing business that has seen better days. Working alongside Thórdur is his oldest son, Haraldur (Sigurdur Skúlason), who is convinced the business is doomed unless they upgrade and update their equipment. Haraldur also has to deal with his outspoken wife, Áslaug (Elva Ósk Ólafsdóttir), who is convinced that both the business and their small Icelandic town are on their last legs. Meanwhile, Thórdur shares his home with Kristín (Kristbjorg Kjeld), who went from being his sister-in-law to his second wife; her daughter María (Nína Dögg Filippusdóttir); Thórdur’s daughter, Ragnheidur (Gudrún Gísladóttir); her husband Morten (Sven Nordin); and Thórdur’s often cranky mother, Kata (Herdís Thorvaldsdóttir). In the midst of all this family tension arrives Ágúst (Hilmir Snær Gudnason), Thórdur’s youngest son, with his girlfriend Françoise (Hélène de Fougerolles) in tow. Ágúst has moved to Paris, where Thórdur has been helping his son pay for business school; however, Thórdur isn’t aware that his son has quit school and wants to make a career for himself as a musician. Ágúst has also developed a bitter hatred of his former homeland, which hardly makes this family reunion any easier for the parties involved.

 Um Hafið:

Hafið gerist í litlu, afskekktu fiskiþorpi við fallegan fjörð á Íslandi. Þó virðist enginn taka eftir ótrúlegum tignarleik náttúrunnar. Hér eins og annars staðar er tekist á um efnisleg gæði. Lífið snýst um fisk og mikil verðmæti sem dregin eru úr djúpum hafsins. Veiðarnar og fiskiðnaðurinn eru hátæknivædd og meðal íbúanna ríkir efnaleg velmegun. Velmegunin er þó háð því að fiskistofnunum verði ekki eytt. Þess vegna hafa verið gefnir út framseljanlegir veiðikvótar til útgerðarmanna. Kvótahlutur getur skapa mikil verðmæti, ekki síst við sölu. Þórður Haraldsson, faðirinn í þessari fjölskyldusögu, hefur fengið úthlutað stórum kvóta vegna langrar veiðireynslu sinnar. Börn hans þrjú vilja fyrir alla muni selja hæstbjóðanda, þó það kosti hrun stærsta atvinnufyrirtækis plássins, þar sem velflestir vinna. Þetta veit Þórður og hann hefur aðrar hugmyndir – hann vill fremur gefa versta óvini sínum í þorpinu þessi verðmæti en að börn hans fái tækifæri til þess að rústa ævistarfi hans.

Þórðar hefur í hálfa öld drottnað yfir þorpinu með harðri hendi, en jafnframt verið fyrirmynd og brautryðjandi. Fyrir nokkrum árum fékk hann heilablæðingu, hann heldur andlegum kröftum, en hefur falið Haraldi, eldri syni sínum stjórn fyrirtæksins. Haraldur lifir í skugga föður síns og nýtur ekki trausts hans. Yngri sonur Þórðar, vonarpeningur hans, Ágúst, stundaði nám í rekstrarhagfræði í Þýskalandi, en hætti því námi án þess að Þórði væri kunnugt um það, og stundar nú tónsmíðar í Berlín og býr með franskri óperusöngkonu. Þórður stendur enn í þeirri trú að Ágúst snúi heim að námi loknu og taka við rekstri fyrirtækisins. Ragnheiður, dóttir Þórðar, lærði kvikmyndaleikstjórn í L.A. en fæst nú við gerð auglýsingamyndbanda. Mjög andar köldu á milli þeirra feðgina. Sambýliskona Þórðar, Kristín, er systir fyrri konu Þórðar, sem er látin, og með Kristínu á Þórður dóttur, Maríu, sem hann hefur þó aldrei gengist við opinberlega. María kom undir á meðan eiginkona Þórðar lá banaleguna.

Þórður hefur styrkt börn sín ríkulega til náms, en ástríki hefur hann aldrei sýnt þeim. Velþóknun hans er háð því skilyrði að þau sanni með áþreifanlegum hætti að þau séu hennar verðug. Börnum Þórðar hefur öllum mistekist að uppfylla kröfur hans og hann lítur á þau sem misheppnað fólk. Þau virða föður sinn fyrir dugnað hans, en hata hann fyrir óbilgirnina og hörkuna. En getur falist frelsið í því að vera útskúfaður? Og hlýtur það ekki að enda með ósköpum að leggja örlög sín í annarra hendur? Þórður, sem finnur mátt sinn fjara út, hefur kallað börn sín heim til þess að koma málum sínum á hreint, bæði fjárhagslega hvað varðar fyrirtækið og móðurarf barnanna, en síðast en ekki síst til þess að leiða Maríu fram sem dóttur sína, enda er hún honum mest að skapi. Áætlanir Þórðar ganga ekki eftir og ótalmargt, sem hafði verið dulið eða ósagt kemur upp á yfirborðið. Lygar eru afhjúpaðar, en kannski þolir sannleikurinn ennþá verr dagsins ljós. Lífið fer öðruvísi en menn ætla, en þó nákvæmlega eins og efni standa til. Fjölskyldan í Hafinu er full af mótsögnum og þverstæðum, en þrátt fyrir sterk sérkenni, er hún smækkuð mynd af því samfélagi sem lýst er.

Hinn almenni áhorfandi um Hafið:

Var að koma úr Háskólabíói þar sem ég sá aðra mynd Baltasar Kormáks, Hafið. Var ekki að búast við miklu enda var ég ekkert sérlega hrifinn af 101 Reykjavík þótt hún ætti sína ágætu kafla. Hafið er frábær kvikmynd og að mínu mati besta íslenska myndin sem gerð hefur verið fyrir utan kannski Engla Alheimsins.

Hafið er gert eftir einu vinsælasta leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar og gerist í litlu sjávarþorpi úti á landi. Nú hef ég ekki séð leikritið svo ekki ætla ég að dæma hvort er betra. Myndin segir frá kvótakóngi þorpsins sem kominn er á aldur og kallar hann á börnin sín heim þar sem þarf að gera upp ýmis mál innan fjöldskyldunnar. Fyrirtækið gengur ekki nógu vel og vill hann fá uppáhalds son sinn til að stjórna fyrirtækinu. Þegar fjöldskyldan er komin saman er kafað ofan í fortíðina og hörmleg atvik dregin fram í dagsljósið. Þarna verður hreint rosalegt uppgjör og man ég ekki eftir öðru eins drama í langan tíma.

Leikhópinn mynda frábærir leikarar. Allir fara á kostum en enginn þó meira en Gunnar Eyjólfsson sem leikur kvótakónginn Þórð. Hann sannar þarna enn og aftur að hann er einn albesti leikari þjóðarinnar. Leikkonan Herdís Þorvaldsdóttir leikur eldgamla mömmu Þórðar og gerir það frábærlega. Fólk hreinlega sprakk úr hlátri í hvert sinn sem hún opnaði munninn. Hún gerir ekkert á daginn nema reykja, drekka koníak og gera lítið úr öðrum. Skemmtilegasta persóna myndarinnar. Aðrir leikarar standa sig mjög vel svo sem Hilmir Snær, Sven Nordin, Sigurður Skúlason, Guðrún Gísladóttir og margir fleiri.

Myndin lætur sér samt ekki bara nægja þetta fjöldskylduuppgjör heldur kafar hún djúpt í þjóðarsálina. Þarna sjáum við litla þorpið sem muna má sinn tíma fegurri. Fólki hefur fækkað mjög mikið og eru útlendingar orðnir nánast fleiri en Íslendingarnir í frystihúsinu. Mikið er verið að þrýsta á Þórð kvótakóng að selja kvótann en hann vill það ekki enda gæti þorpið þá lagst í eyði. Þarna sjáum við semsagt hvað er gerast á Íslandi í dag. Allir að flytja suður. Fáum þannig sýn á lífið í þesum litlu sjávarplássum úti á landi og hvernig hagkvæmissjónarmið og græðgi (kvótinn) eru að leggja landsbyggðina í rúst.

 

RYÐ – RUST, 1990

Ryð kvikmynd 2 RYÐ kvikmynd 1

Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson. Aðalleikarar: Bessi Bjarnason, Egill Ólafsson, Sigurður Sigurjónsson, Christine Carr, Stefán Jónsson, Þórhallur Sigurðsson. Handrit: Ólafur Haukur Símonarson (eftir leikriti hans Bílaverkstæði Badda”). Leikmynd og búningar: Karl Júlíusson. Tónlist: Wim Mertens, Egill Ólafsson. Kvikmyndataka: Göran Nilsson fsf. Framleiðandi: Sigurjón Sighvatsson.

Upplýsingar um Ryð

Gagnrýni

About Rust

Sögusviðið er lítið bílaverkstæði þar sem Baddi ræður ríkjum. Þegar nýi þjóðvegurinn var lagður lenti verkstæðið utan þjóðleiðar. Byggðin í dalnum hefur farið ört þverrandi. Skyndilega kemur fortíðin holdi klædd inn á verkstæðisgólfið í gervi Péturs, fyrrum starfsmanns Badda. Örlagaríkir atburðir fara að gerast.

Baddi is running a garage in a remote area of Iceland. The garage has been struggling for years ever  since the highway was moved. Baddi private life is also in a downward spiral since his wife was murdered some years back. The convicted killer, Peter – who was an employ  – escaped to South America. Baddi’s assistant Raggi doesn´t seem to bright but is a genius when it comes to fixing cars. Raggi is mad about Baddi’s daughter Sissa, but like her brother Haffi she is marked by the tragedy of their mothers death. The fragile balance is shattered when Peter arrives unexpectedly. He becomes the catalyst in an astonishing sequence of events that brings the unwelcome truth of what happened to the surface at last.

“Tálgaður þriller með ljóðrænum undirtón.” RYÐ er sálfræðidrama um uppgjör og endanlega upplausn fjölskyldu sem haldið hefur verið saman á lygum. Lárus Ýmir Óskarsson hefur valið þá leið að segja hina átakanlegu uppgjörssögu refjalaust án þess að glata hinum skáldlega undirtón. Útkoman verður þétt frásögn; tálguð atburðarás sem fellur vel að hinum tiltölulega einfalda söguþrœði, fléttuð ljóðrœnum landslagsmyndum og holdgerðum minningum.” 

– Ingólfur Margeirsson.

 

BJALLAN – THE BEATLE – USED CARS, 2001

 

Leikstjóri: Lárus Ýmis Óskarsson. Leikarar: Pétur Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Pétur Einarsson, Helgi Björnsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Jóhann Sigurðarson. Handrit: Ólafur Haukur Símonarson. Tónlist Kirstján Kristjánsson.  Framleiðandi: RÚV – Ríkisútvarpið.

Directed by: Lárus Ýmir Óskarsson. Cast: Pétur Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Pétur Einarsson, Helgi Björnsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Jóhann Sigurðarson. Script: Ólafur Haukur Símonarson. Music: Kristján Kristjánsson. Production Company: RUV- Icelandic National Television.

Bjallan segir frá feðgum sem reka bílasölu sem má muna fífil sinn fegurri. Halldór er gamall í hettunni og hefur marga fjöruna sopið í bransanum og hann vill ekki leggja árar í bát þótt sonum hans þyki lítið koma inn af peningum, engan veginn nóg til þess að fullnægja þörfum allra. Það er því freistandi að gera eitthvað til þess að drýgja tekjurnar. Annar bræðranna bregður á það ráð að flytja inn Mercede Benz frá Þýskalandi og koma fyrir í honum poka af dópi. Gallinn er bara sá að árvökull tollari, sem jafnframt er bílaáhugamaður, sér leik á borði; hann hleypir Benzanum í gegn en kemur síðan á bílasöluna og gerir kröfur … Samtímis skýtur upp kollinum stúlka, sem virðist í fyrstu ekki vera með öllum mjalla, segist reyndar ætla að kaupa gamla bjöllu, en á þó í rauninni allt annað erindi við feðgana …

The Beatle is the last of the old fashioned used-car-dealing-spots. The Beatle is where you buy the cheapest used cars in town. All the other used-car-dealers have given up and sold out to the big companies – the car importers, but Halldor and his two sons are still holding on, although business is very slow. The two sons are not on good terms, and they both have something to hide. One is importing Mercedes cars from Germany with smack hidden inside them. The other brother has a stupid wife with expensive habits who has thrown him out, and he has beaten her up. Then up pops a girl who wants to buy a Beatle-car but also claims to be the brother’s sister. And in walks the drug dealer’s thug who wants the drug that was hidden inside the Mercedes. The crazy girl says the family must stick together. And they do.

 

GAURAGANNGUR – HULLABALLOO

Gauragangur

GAURAGANGUR – frumsýn 26. desember 2010

Leikstjórn: Gunnar B. Guðmundsson. Leikarar: Þrúður Vilhjálmsdóttir, Sigurbjartur Atlason, Eygló Hilmarsdóttir, Hildur Berglind Arndal, Snorri Engilbertsson, Alexander Briem, Atli Óskar Fjalarsson, Þorsteinn Bachmann, Víkingur Kristjánsson. FRAMLEIÐANDI: Zic-Zac – films.

Töffarinn og erkiunglingurinn Ormur Óðinsson er mættur til leiks. Við kynnumst þessum höfuðsnillingi íslenskrar unglingamenningar, vinum hans, óvinum, hugsjónunum, hugmyndunum, orðsnillinni, fjölskyldunni, ljóðunum, skólanum og bannsettri ástinni. Við fylgjumst með óborganlegum tilraunum Orms til þess að búa til gull, fara á stefnumót, láta reka sig úr skóla og sofa hjá.

Ormur, a teenager who believes he is a genius poet, comes to face with trials and tribulations of adulthood and needs to grow up quickly. During the span of a few months Orm grows from a carefree teenage boy to a responsible adult. His antics cause him, and his closest circle of friends and family, often a heap of trouble with the school authorities and his fellow students. He even goes as far as to get a glimpse into the Icelandic penal system.

 

 

 

 

Leave a Reply