FÓLKIÐ Í BLOKKINNI III
GLEÐILOFT OG GLÓPALÁN
Sögur – bókaútgáfa – 2020
UGLA OG FÓA
og maðurinn sem fór í hundana
Ugla og Fóa var tilnefnd til barnabókaverðlauna 2015. Linda Ólafsdóttir hlaut verðlaunin fyrir kápu og myndlýsingar bókarinnar.
“Okkur ömmu finnst þetta mjög skemmtileg bók – og afa líka.” Flóki Dagsson, níu ára.
FÓLKIÐ Í BLOKKINNI II
DÝRAGARÐURINN
Sögur – bókaútgáfa 2017
FÓLKIÐ I BLOKKINNI – PEOPLE ON THE HIGHRISE
Skáldsaga – Novel.
Skrudda, 2001, 2006, 128 bls. | 125 x 195 mm | 2006 | ISBN 9979-772-67-0.
FÓLKIÐ Í BLOKKINNI: Vigga er 11 ára og býr ásamt fjölskyldu sinni á níundu hæð í blokk í Hólunum. Vigga hefur frá frá ýmsu að segja. Enda er lífið í blokkinni hreint ótrúlega fjölbreytilegt. Þar býr margt skondið og skemmtilegt fólk, til að mynda Robbi húsvörður sem trompast ef hann sér hund, Malla norn sem getur galdrað graftarbólur á nefið á leiðinlegum strákum, Loftur Loftsson sem á hundinn Loft, tvíburarnir Ari og Bjarni sem enginn þekkir í sundur, þunglyndi leikarinn og síðast en ekki síst hann Óli, bróðir Viggu, sem á talandi páfagauk. Sögurnar af fólkinu í blokkinni eru sprenghlægilegar en þó um leið svo raunsannar að allir sem einhverntíma hafa búið í blokk hrópa: Einmitt svona er þetta!
PEOPLE ON THE HIGHRISE: Vigga is eleven years old and lives with her family on the tenth floor in a highrise. Vigga has many stories to tell and she even writes them down for you and me to read. There are endless stories to tell because in a big house like this there are so many funny, strange, lazy, mysterious and really great characters. And Vigga is a storyteller who never lets you down.
Also a RUV-National TV-serie, 2013.
GAGGALAGÚ! – GAGGALAGOO!
Hafnarfjarðarleikhúsið.
Leikstjóri: Erling Jóhannesson. Leikarar: Jón Páll Eyjólfsson, Vala Þórisdóttir, Halla Margrét, Jóhannesdóttir. Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Kjartan Þórisson. Lög og textar: Ólafur Haukur Símonarson. Hljóðfæraleikarar: Guðmundur Pétursson, Kormakur Geirharðsson, KK, Margrét Örnólfsdóttir.
GAGGALAGÚ! Það er farið að vora í sveitinni og allir bíða spenntir eftir sumrinu. Ærnar eru að bera, grasið að grænka og blómin að breiða úr sér. Nonni er að fara í sveit í fyrsta skipti og veit ssatt að segja frekur lítið í sinn haus um hvað sveitalífið snýst. Það er ýmislegt sem kemur honum á óvart hjá mönnum, dýrum og í náttúrunni.
ÆVINTÝRI Á HARÐA DISKINUM – ADVENTURE ON THE HARD DRIVE
Leikfélag Mosfellssveitar.
Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason. Leikarar: Agnar Jónsson, Kristófer Jensson, Ágúst Bernharðsson, Svava Björk Ásgeirsdóttir, Unnur Lárusdóttir, Arndís Ólafsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Bjarki Kjartansson, Rannveig Richter, Þóra Margrét Birgisdóttir, Auður Ketilsdóttir, Katla Sigurbjörnsdóttir, Frímann Sigurðsson, Halla Gunnarsdóttir, Stefán Jónsson. Leikmynd og búningar: Helga Kristín Hjálmarsdóttir. Tónlist: Valgeir Skagfjörð. Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson. Aðstoðarleikstjóri: Sigríður Lárusdóttir.
ÆVINTÝRI Á HARÐA DISKNUM. Ferðalag þitt er forrit svo slungið/ feykimargt getur hrunið og sprungið./Ekkert er öruggt, aldrei neitt víst/ýmislegt hreinlega á móti þér snýst.
HATTUR & FATTUR. NÚ ER ÉG HISSA! – SLIM & TRIM. I´M AMAZED!
Flugfélagið Loftur, 1999.
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikarar: Guðmundur I. Þorvaldsson, Valur Freyr Einarsson, Pálína Jónsdóttir, Felix Bergsson. Höfundur laga og texta: ÓHS. Útsetningar tónlistar: Margrét Örnólfsdóttir. Leikmynd: Vignir Jóhannsson. Lýsing: Björn Helgason. Dansar: Ástrós Gunnarsdóttir
SLIM AND TRIM: A joyful children’s musical with the out of space characters Slim and Trim. They’ve come from the planet Uridux and land their spaceship in Iceland, mainly to try out some of that great fish available. In Iceland they meet some kids that are having problems at school, being frequently harassed and mugged by their hoodlum sports jock classmate Gummi. Their mother, who is a single parent is about to loose the rented apartment. Here is where Hattur and Fattur step in and turn the scene into an adventure for the kids. In the end, after travelling around the earth in Hattur and Fattur’s space ship they become friends with Gummi and all is well.
The songs from the production have already become an Icelandic classic. Available on CD and cassette.
Actors: Male 4. Female 2.
KÖTTURINN SEM FER SÍNAR EIGIN LEIÐIR – THE CAT THAT WALKED BY HIMSELV
Leikfélag Akureyrar, 1985. Alþýðuleikhúsið, 1986.
Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Leikarar: Þórey Aðalsteinsdóttir, Þráinn Karlsson, Theodór Júlíusson, Pétur Eggertz, Sunna Borg, Marinó Þorsteinsson, Rósberg Snædal. Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir. Lýsing: Alferð Alfreðsson. Höfundur laga og söngtexta: Ólafur Haukur Símonarson. Útsetningar og hljóðfæraleikur: Gunnar Þórðarson.
Ævintýraleikur byggður á sögu R. Kiplings Kötturinn sem fór sínar eigin leiðir.
KÖTTURINN SEM FER SÍNAR EIGIN LEIÐIR: Söngleikur fyrir unga áhorfendur byggður á sögu Rudyard Kipling. Þar segir frá því þegar slóttuga konan setur á laggirnar fyrsta heimilið með hinum lata eiginmanni sínum. Það kemur í hlut konunnar að gera samninga við hin villtu dýr skógarins hundinn, hestinn og kúna, og gera þau að húsdýrum. Dýrin leggja til tryggð sína, atgervi og afurðir, en fá í staðinn notalegt og öruggt skjól. Þannig verður til fyrsta menningarheimilið í veröldinni. Það er bara kötturinn sem ekki vill ganga til samninga við konuna, að minnsta kosti ekki á forsendum hennar. Þegar fyrsta barnið fæðist sér kötturinn sér hins vegar leik á borði; kötturinn er nefnilega sá eini sem getur þaggað niður í barninu og haft ofan af fyrir því. Þar með hefur kötturinn skapað sér frábæra samningsstöðu. Fer svo að kötturinn gerist heimilisköttur en á sínum eigin forsendum; hann er eftir sem áður kötturinn sem fer sínar eigin leiðir þegar honum sjálfum þóknast.
THE CAT THAT WALKED BY HIMSELV: A play for children based on a short story of the same name by Rudyard Kipling. The characters of the play are four household animals (The Cat, The Dog, The Horse and The Cow) together with The Man, The Woman and The Child. To a certain degree the play deals with civilization and how wild animals become household animals and how man adapts to a new situation. The Woman with her cunning, is instrumental in luring the animals to serve man and even in luring the Man to serve the Home. But the Cat is an individualist and always does what he likes best. This is by no means a “Lehrstuck”. The animals all have their references among humans and are figures out of a fairy tale. The songs from the play have become a classic in Iceland.
Akureyri Theatre, 1985. The Peoples Theatre, 1986.
ACTORS: Male 4. Female 4.
Music available on CD and Cassette.
Krakkarnir í Kringlugötu. Sjónvarpsleikrit í þremur þáttum fyrir börn (RÚV, 1975)
Hattur og Fattur. Sjónvarpsleikrit (RÚV, 1975)
Blái fíllinn. Barnaleikrit (Leikhópurinn Andrókles, Reykjavík, 1973)
Andrókles og ljónið. Leikrit eftir smásögu Guðbergs Bergssonar (Leikhópurinn Andrókles, Kaupmannahöfn, 1972)