BJART MEÐ KÖFLUM – WITH SUNNY SPELLS
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið, 2011
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikarar: Heiða Ólafsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Getsson, Ævar Þór Benediktsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Atli Þór Albertsson, Ólafur Egill Egilsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Örn Árnason, Edda Arnljótsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Friðrik Friðriksson, Lára Sveinsdóttir, Þórunn Lárusdóttir. Leikmynd: Axel Hallkell. Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir. Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Ljósmyndir: Eddi.
Árið 1968, árið sem allt varð vitlaust, er ungur piltur úr Reykjavík, Jakob, sendur í sveit að bænum Gili þar sem nútíminn virðist enn ekki hafa haldið innreið sína, og fjölskyldan stritar við að yrkja landið og sækja sjóinn líkt og forfeðurnir hafa gert um aldir. Jakob er rokkari, og hefur ætlað sér að lifa vistina af með því að spila á rafmagnsgítarinn sinn, en á þessum gamla bæ er ekki einu sinni komið rafmagn. Innan skamms virðist Jakob vera orðinn miðpunkturinn í ævagömlum fjandskap á milli bæja í sveitinni. Ástin ólgar, heiftin kraumar og rokklögin hljóma af blússandi krafti. Leikritið gerist á tímum efnahagserfiðleika þegar fólk flýr land í leit að nýjum tækifærum og þeir sem eftir verða hljóta að spyrja sig að því hvers vegna þeir vilji búa hér?
It is the year 1968 when everything goes crazy in Europe and Iceland is fighting a very a serious economic recession. A young boy, Jakob, finds a summer job on a farm that turns out to be a rather primitive one where the family just barely servive with limited means. Jakob bring his electric guitar along but to his anguish there is no electricity on the farm. There are more strange lessons for Jakob to learn: he gets involved in bitter ancient fights between rich and poor families living in the area – and he becomes the center of attention for the young females – with disastrous outcome. Jakob learns his lessons in love, but most important he learns to appreciate the qualities of those strange and passionate people – and he sides with them.
„Bjart með köflum er vönduð sýning, vel leikin og ágæt fjölskylduskemmtun“, segir gagnrýnandi Morgunblaðsins. “Óhætt að hrósa öllum leikurunum í hástert!”
CD með tónlistinni úr sýningunni:
https://www.gogoyoko.com/artist/bjartmedkoflum
FÓLKIÐ Í BLOKKINNI – THE PEOPLE ON THE HIGH-RISE
Borgarleikhúsið, Stóra sviðið, 2008.
Leikstjóri: Unnur Ösp Stefánsdóttir. Leikarar: Hallgrímur Ólafsson, Sara Marti Guðmundsdóttir, Jóhann Sigurðaarson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Halldóra Geirharðsdóttir, Magnús Guðmundsson, Halldór Gylfason, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Freyr Eyjólfsson, Þorkell Heiðarsson, Stefán Már Magnússon, Andri Geir Árnason. Tónlist: Ólafur Haukur Símonarson. Leikmynd: Vytautas Narbutas. Búningar: Filippía Elíasdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson. Dansar: Lára Stefánsdóttir. Hljóðhönnun: Sigurvaldi Ívar Helgason. Ljósmyndir: Grímur Helgason.
Hjartnæm saga af skrautlegu lífi fólks í blokk í Reykjavík sem ákveður að setja upp söngleik og efniviðurinn er það sjálft. Hárfinnur hárfíni er í forsvari fyrir hljómsveitina Sóna sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn. Sjarmörinn Hannes reynir allt hvað hann getur að ganga í augun á Söru. Tekst þeim að frumsýna söngleikinn? Ná Sara og Hannes saman? Og hver á skjaldbökuna í baðkarinu?! Saga af “venjulegu” fólki í venjulegri blokk þar sem enginn er venjulegur.
“Þetta er leiksýning sem nú á erindi við alla þjóðina … Nú þurfum við skáld eins og Ólaf Hauk Símonarson, mannvin og húmorista sem kann að segja okkur spaugilegar sögur af íslensku hversdagsfólki … Ólafur Haukur er mættur til leiks eins og hann gerist bestur… Ekki spillir að hann er músíkant og bragsmiður með ágætum. Þetta er leiksýning sem sem á erindi við alla þjóðina. “
– Jón Viðar Jónsson, DV.
“Mjög skemmtileg sýning og ótrúlega vel heppnuð. Það er frábær hugmynd fyrir fjölskyldur að fara saman á Fólkið í blokkinni.”
– ÁÁ, Rás 2.
“Óli með hjarta svo heitt … fantagóð!! “
– MK, Morgunblaðið.
HALLDÓR Í HOLLYWOOD – MR. LAXNESS IN HOLLYWOOD
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið, 2005.
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Leikarar: Atli Rafn Sigurðsson, Edda Björgvinsdóttir, Kjartan Guðjónsson, María Pálsdóttir, Randver Þorláksson, Sema Björnsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Jóhann Sigurðarson, Margrét Kaaber, Ragnheiður Steindórsdóttir, Rúnar Freys Gíslason, Unnur Ösp Stefánsdóttir. Leikmynd: Frosti Friðriksson. Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Höfundur tónlistar: Jóhann G. Jóhannsson. Höfundur tónlistar og tónlistarstjóri: Árni Heiðar Karlsson. Tónlistarmenn: Árni Heiðar Karlsson, Andrés Þór Gunnlaugsson, Gunnar Hrafsson og Ólafur Jónsson.Aðstoðarleikstjóri: Aino Freyja Jarvela.
Leikritið byggir á Ameríkuárum Halldórs Kiljans Laxness 1927 – 1929 þegar Halldór var ungur ofurhugi. Í Hollywood heillaðist hann af kvikmyndaiðnaðinum og ætlaði sér að slá í gegn sem handritshöfundur kvikmynda. En það var ekki auðvelt að sigra Hollywood þá frekar en nú og hræsnin í bandarísku samfélagi átti ekki upp á pallborðið hjá skáldinu. Hann varð fljótt gagnrýninn á efnalega mismunun og þjóðfélagslegt ranglæti. Í leikritinu kynnumst við því hvernig dvöl Halldórs í Ameríku varð fyrst og fremst til þess að hann fann Ísland á ný og gerðist íslenskur rithöfundur. Við sögu koma ýmsir vinir og velgjörðarmenn Halldórs frá Ameríkuárunum, nokkrar af skærustu stjörnum Hollywood á þessum tíma eins og Charlie Chaplin og Greta Garbo og síðast en ekki síst allar konurnar í lífi hans.
The play concentrates on the years Halldór Kiljan Laxness spent in America (1927-29) following his dream of becoming a writer of film-scrips bringing to Hollywood original drama-stories played out in the magnificent Icelandic landscape. Laxness was convinced that he was the right man to do this, but maybe he was to original, to much of an artist for Hollywood, or maybe he just did not have the patience or luck to get his projects through the Hollywood-machinery. He came very close: there were serious plans for making Salka Valka, The Woman in Pants, in Iceland, but the production never took of, and then Laxness had a change of heart; he found out that though the film industry was of unlimited technical and artistic possibilities the „business“ was in the hands of the spiritually dead and played on the lowest instincts of the public. Those also were the years of deepest depression in the USA and Laxness saw on one hand the poverty and terrible distress of the homeless and the jobless, and on the other hand the greed and the luxurious lifestyle of the affluent class. In his own word he he became in the USA a socialist ready to join the fight on the side of the working class. And in retrospect, what is more important? Laxness decided to write in Icelandic for the Icelandic public. In the USA Laxness made up his mind about what he wanted to be: an Icelandic revolutionary writer.
The play follows Laxness through his inner and outer conflicts, tell us about his dealings with film moguls and women affairs and his Hollywood-fiasco that lead to a great victory and eventually a Nobel price for literature in 1955.
“Atli Rafn Sigurðarson hefur að mér hefur virst verið að vaxa og eflast í list sinni undanfarin ár. Núna er honum fengið það verkefni að bera uppi stórsýningu og fipast hvergi. Hann smellhittir línuna milli skopgervingar og persónusköpunar og finnur ferska leið að þessum mest eftirhermda manni Íslandssögunnar.”
“HELGISAGAN af Halldóri Laxness hefur verið í nokkurri endurskoðun undanfarið sem kunnugt er. Menningarhetjan sem af eigin rammleik bjó til íslenska sjálfsvitund með pennann einan að vopni og skóp okkur nútímann, vitringurinn sem endurtúlkaði og endurskapaði fornbókmenntir okkar, sjáandinn sem sökkti sér ofan í öll helstu hugsunarkerfi heimsins og sótti þangað eld til að kynda undir sköpun sinni. Þessi Halldór hefur nú verið dreginn í hlé og í stað hans er kominn Útrásarmaðurinn. Eldhugi sem, knúinn áfram af taumlausum metnaði, botnlausu sjálfsöryggi og vinnuþreki, yfirvinnur allar hindranir við að láta draum sinn rætast. Það er ekki draumur um réttlæti og fegurra mannlíf nema þá til hliðar við aðalmarkmiðið; frægð, frama og ríkidæmi. Nútíminn hefur endurskapað Halldór Kiljan Laxness í sinni mynd. Það er í sjálfu sér ekkert að því. Gamla helgimyndin var áreiðanlega fölsk, og þó sú nýja sé það örugglega líka er hún þó að minnsta kosti ennþá fersk, og bætir nýjum dráttum við heildarmyndina sem við leitum en finnum sjálfsagt aldrei. Og það er svo sannarlega ferskt yfirbragð yfir Halldóri í Hollywood í Þjóðleikhúsinu. Ferskt og milt. Þetta er verk eftir þann Ólaf Hauk sem lofsöng umburðarlyndið í Þreki og tárum fremur en þann sem lýsti siðferðilegu skipbroti barna kvótakerfisins í Hafinu.
Í upphafi sýningarinnar kynnumst við Halldóri að nýútkomnum Vefaranum mikla frá Kasmír. Hann er sjálfsöruggur og hrokafullur spjátrungur sem hikar ekki við að segja löndum sínum til syndanna. Hann er líka meira en tilbúinn að munda pennann gegn þjóðfélagslegu óréttlæti af algeru óttaleysi. En persónulegur metnaðurinn þeytir honum út í heim, til Hollywood þar sem peningarnir vaxa á trjánum og einstaklingurinn getur risið af eigin rammleik. Og það er enginn bilbugur á okkar manni. Höfðingjadjarfur kemst hann langleiðina með að verða handritshöfundur og milljóner út á exótíkina í sögu af buxnaklæddu íslensku stúlkubarni. En órannsakanlegir vegir kvikmyndamaskínunnar gera þá drauma að engu eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir. Svo hann heldur heim, staðráðinn í að freista gæfunnar þar. Tjaldið.
Ólafur Haukur er hnyttnasti samtalahöfundur í hópi íslenskra leikskálda, og með orðkynngi Halldórs sem orkugjafa tekst honum vel að láta atriðin lifna, og aukapersónur teiknast skýrt í fáum öfgalausum dráttum. Djössuð tónlistin eykur lífsmagnið á sviðinu og nokkur laganna rata beint inn í tónminnið. Í augnablikinu keppast Búkolla mín bububu og Atlantshafið um yfirráðin. Umgjörðin er flott, leikmynd og leikmunir sýna umtalsverða hugkvæmni, búningarnir styðja án þess að trufla og ná í klæðnaði Vestur-Íslendinganna að öðlast eigið skemmtigildi.”
-Þorgeir Tryggvason (stytt)
JANIS 27
Íslenska óperan – Gamla bíó, 2008.
Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson. Leikarar: Ilmur Kristjánsdóttir og Bryndís Ásmundsdóttir. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson. Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson.
Leikrit með söngvum um ævihlaup söngkonunnar Janis Joplin sem lést 27 ára gömul.
ÝMSAR UMSAGNIR
“Bryndís og Ilmur eru æði!”
– Gerður Kristný – Stöð 2
– Fór á generalprufuna… svaka gaman… flottur söngur… langaði að standa upp og dansa við þessi frábæru lög.”
– Klara – leikhus.is
– Fín sýning, þrususöngur, fróðlegt fyrir þá sem ekki vissu neitt um Janis fyrir (var með 3 þannig meðferðis), frábær hljómsveit!
– E.Þ. – leikhus.is
–“Sá Janis í gær. Hreint frábær sýning og performans Bryndísar og Ilmar stórkostlegur. Ég er eiginlega orðlaus yfir söng Bryndísar ekki vafi að þar fer söngkona í heimsklassa. Mæli eindregið með verkinu.”
– Hallgrímur Jónasson – leikhus.is
Stuð í óperunni!!
– Ingibjörg Þórisdóttir – Mbl.
“Leikur Ilmar frábær, söngur Bryndísar með eindæmum góður (eða eins og einhverjir sögðu: Hún söng betur en Joplin sjálf.)”
– V.H.E.
“Ég fór á frumsýningu á Janis Joplin stykkinu í Íslensku Óperunni um daginn og mæli tvímælalaust með að fólk skelli sér því þetta er hin besta skemmtun. Ég er búin að vera með þetta lag á heilanum núna síðan ég fór enda er það svona tilfallandi á þessum síðustu á verstu. „Free is just another word for nothing left to lose“ … eitthvað sem margir ættu að hugleiða.
– Laufey Ólafsdóttir – lauol.blog.is
“Mann langaði nú bara að syngja þegar maður horfði á þessa sýningu… Bryndís er frábær söngkona, það verður ekkert af henni tekið og mér fannst hún bera þetta að miklu leyti og hljómsveitin sem hún er með, mjög þétt og gaman að heyra þessa tónlist bara svona „live“. Maður hefur oft heyrt þessi lög áður, virkilega skemmtilegt að sjá þetta svona á sviði. Og Ilmur er náttúrlega bara stórkostleg leikkona. Mér fannst gaman að sjá þetta. Hún túlkar persónuna og Bryndís eiginlega röddina og stekkur svo í hlutverk þarna inn á milli.”
– Hilmar Magnússon – Rás 1
“Ég gleymdi alveg öllu… mjög góð skemmtun… frábær söngur… flott skemmtun.”
– Þór Elís Pálsson – Rás 1
” Það er náttúrlega ekki hægt að byrja sýningu með áhrifameira hætti heldur en sparka í taugakerfið á manni eins og hún gerir. Maður bara sest þarna og svo kemur þessi kona og bara sparkar í rassinn á manni með röddinni í sér, það var alveg makalaust! “Cry Baby” það var bara ólýsanlegt. Ég hélt ekki að það væri nokkur söngkona á Íslandi sem gæti gert þetta. Ég segi bara Hallelúja! Það var makalaus upplifun….Sem sagt: músíklega séð: stórkostleg upplifun – alveg 100%. … Flutningurinn algerlega lýtalaus.”
– Halla Sverrisdóttir – Rás 1
GRÆNA LANDIÐ – THE GREEN LAND
Þjóðleikhúsið, Litla sviðið, 2004-5 (Frumsýnt í Keflavík.)
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikarar: Gunnar Eyjólfsson. Kristbjörg Kjeld. Björn Thors. Leikmynd: Grétar Reynisson. Búningar: Grétar Reynisson og Margrét Sigurðardóttir. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Tónlist: Gunnar Þórðarson. Ljósmyndir: Grímur Bjarnason.
GRÆNA LANDIÐ: ” Kári Sólmundarson er byggingarmeistari, stoltur höfundur margra glæstra bygginga og frumkvöðull í notkun skriðmóta við bygginu háhýsa. Nú er hann orðinn gamall og þegar óttin við elliglöpin hvolfast yfir hann reynir hann að halda í minninguna um manndómsár sín með því að rifja upp sín helstu afrek í setningum sem verða eins og stef í texta verksins. Kári býr einn, hann hefur misst konuna og flæmt frá sér einkadóttur sína og dótturson með opstopa. Hann þolir ekki lengur við í húsi sínu og er fluttur út í gróðurhús sem er áfast því. Þar finnur Lilja hann falinn undir sæng á dívanræfli. Lilja er ekki send af djöflinum sjáfum, eins og Kári fullyrðir, heldur Reykjavíkurborg til þess að þrífa í kringum karlinn og veita honum þá aðstoð sem hann vill þiggja. En Lilja gerir meira. Með einstakri lífsgleði sinn, geðprýði og orðheppni gefur hún Kára smám saman lífsnautnina aftur… Kára þekkjum við en persóna Lilju er ný í verkum Ólafs Hauks og er ástæða til að bjóða hana hjartanlega velkomna. Ólafur Haukur eys af brunni skáldgáfu sinnar og kímnigáfu við sköpun hennar en hér er engin beiskja, bara hlýja. Kristbjörg Kjeld átti létt með að holdgera þessa yndislegu konu á sviðinu, jarðbundna og hreinskilna, fyndna og brjóstgóða. Saman eru þau Gunnar Eyjólfsson fullkomið par þarna í gróðurhúsinu og maður gæti setið miklu lengur og hlustað á þau.
Þetta er vönduð sýning á vel sömdu og skemmtilegu leikriti með djúpum undirtóni og ber aðstandendum öllum og ekki síst leikstjóranum fagurt vitni. “
– Silja Aðalsteinsdóttir.
The Green Land deals with KÁRI (70) a civil engineer and a widower who has moved out of his villa into a extensional greenhouse, where he lives and sleeps. Kári is looked up by LILJA (60), who is working a cleaning lady and a house assistant in elderly peoples homes. Lilja is surprised by Káris condition, bu she trys to understand him and help him in every way she can, thought he at first is only angry and strait forward mean to her. Lilja finds out that Kári is totally isolated and in fact unable to take care of himself. Lilja is a good person and thought she at first isn´t on term with the problem, which is Altzheimer disease in a progressed stage, she becomes a friend and a savior in practical matters to Kári. She keeps him clean and takes him out of the house and comforts him when he is having his nightmares, when he sees and talks to the terrifying “green men” who are hiding everywhere, especially inside the villa, which Kári therefore refuses to put his foot into. Káris daughter son, PÁLL (28), brakes into the house at night. He´s junky and is trying to steal money or goods from his grandfather. Kári has, years ago, in a dramatic way, broken of all relations with his daughter, Páls mother, because he thought she was not handling the boys problem in any proper way. Kári is the old tough school guy, who really thinks you can beat drug addiction out of youngsters. But Kári loves his daughter and misses her terribly. Lilja and Páll convince Kári that it is possible to reconcile with his daughter before he finally enters The Green Land of total silence.
The Icelandic National Theatre, 2004-5
Television production: The Icelandic Public Broadcast, 2005
Actor: Male 2. Female 1.
The Green Land deals with KÁRI (70) a civil engineer and a widower who has moved out of his villa into a extensional greenhouse, where he lives and sleeps. Kári is looked up by LILJA (60), who is working a cleaning lady and a house assistant in elderly peoples homes. Lilja is surprised by Káris condition, bu she trys to understand him and help him in every way she can, thought he at first is only angry and strait forward mean to her. Lilja finds out that Kári is totally isolated and in fact unable to take care of himself. Lilja is a good person and thought she at first isn´t on term with the problem, which is Altzheimer disease in a progressed stage, she becomes a friend and a savior in practical matters to Kári. She keeps him clean and takes him out of the house and comforts him when he is having his nightmares, when he sees and talks to the terrifying “green men” who are hiding everywhere, especially inside the villa, which Kári therefore refuses to put his foot into. Káris daughter son, PÁLL (28), brakes into the house at night. He´s junky and is trying to steal money or goods from his grandfather. Kári has, years ago, in a dramatic way, broken of all relations with his daughter, Páls mother, because he thought she was not handling the boys problem in any proper way. Kári is the old tough school guy, who really thinks you can beat drug addiction out of youngsters. But Kári loves his daughter and misses her terribly. Lilja and Páll convince Kári that it is possible to reconcile with his daughter before he finally enters The Green Land of total silence.
Actor: Male 2 . Female 1
Television production: The Icelandic Public Broadcast, 2005.
VIKTORÍA OG GEORG – VICTORIA AND GEORGE
Þjóðleikhúsið, Litla sviðið, 2002.
Leikarar: Guðrún Gísladóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir. Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir. Leikmynd og búningar: Rebekka Ingimundardóttir. Tónlist: Jóhann Jóhannnsson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Ljósmyndir: Grímur Bjarnason.
VIKTORIA OG GEORG: Leikritið lýsir stuttum en afdrifaríkum kynnum tveggja frægra persóna er uppi voru á 19. öld; þau voru sænska skáldkonan Victoria Benediktsson (1850-1888) og danski bókmenntapáfinn Georg Brandes (1842-1927), sem var áhrifamikill fræðimaður og fyrirlesari, boðberi nýrrar heimssýnar, kvenfrelsis og róttækrar raunsæisstefnu í bókmenntum, talsmaður Ibsens og Strindbergs. Victoria kom frá Skáni, gift kona sem braut allar brýr að baki sér og gerðist rithöfundur. Hún heillast af Georg Brandes, hugsjónum hans, orðkyngi, fasi og þokka. Sambandið snérist upp í undarlegt valdastríð andlegt og líkamlegt; maðurinn sem Victoria leit svo ákaft upp til og hún leitaði leiðsagnar hjá gat ekki stillt sig um að sigra hana í leiðinni á vígvelli holdsins. Kynnum þeirra Georg og Victoriu lýkur með ofsafengnu sjálfsmorði hennar, sem sumir hafa viljað skrifa að einhverju leyti á reikning Brandesar. Spurningunni er ennþá ósvarð: af hverju framdi Victoria Benedictson sjálfsmorð?
VICTORIA AND GEORG: The tragic love story of two Nordic geniuses of the 19th century, the Swedish female writer Victoria Benedictsson and the famous literary critic and social reformer, Georg Brandes, both of them friends of Ibsen and Strindberg. Victoria and Georg had a short, but tremendously passionate love affair, both being married and both fighting for their ideas of freedom, art and philosophy. The relationship turned into a battle of dominance, spiritually and corporally. Victoria kept diaries that furnish us with material about their fatal attraction to each other – both of them had to follow their passions and instincts to the end. The end was Victoria’s terrible suicide.
The Icelandic National Theatre, 2002.
“Victoria og Georg er verk sem sætir tíðindum á höfundarferli Ólafs Hauks Símonarsonar. Með því rær hann á ný mið svo að segja, og best gæti ég trúað að leikritið ætti eftir að komast á fjalirnar víðar en í Þjóðleikhúsi Íslendinga.”
– Soffía Auður Birgisdóttir.
BOÐORÐIN 9 – THE 9 COMMANDMENTS
Leikfélag Reykjavíkur, 2001-2.
Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Leikarar: Björn Ingi Hilmarsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Eggert Þorleifsson, Hanna María Karlsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Theodór Júlíusson, Ellert A. Ingimundarson, Jóhann G. Jóhannsson, Ólafur Darri Ólafsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir. Leikmynd: Snorri Freys Hilmarsson. Búningar: Filippía Elísdóttir. Lýsing: Elfar Bjarnason. Tónlistarstjóri: Óskar Einarsson. Dans: Peter Andersen. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Hljómsveit: Jóhann Ásmundsson, Matthías Stefánsson, Stefán Már Magnússon. Aðstoðarleikstjóri: Halldóra Geirharðsdóttir. Ljósmyndir: Sigfús Már Pétursson.
BOÐORÐIN 9: Þegar brúðguminn kyssir brúðurina gerast undarlegir hlutir – það líður yfir hann, tíminn stöðvast, og brúðkaupsveislan breytist í ferðalag fram og aftur í tíma. Martraðir fortíðar og opnir möguleikar framtíðar mynda kynjablöndu. Hvað er raunveruleiki? Hverju ráðum við á þessu undarlega ferðalagi? Tökum við ákvarðanir eða taka ákvarðanir okkur? Leikurinn í leiknum afhjúpar sannleika sem kannski er líka blekking.
THE NINE COMMANDMENTS: A young couple is getting married. But something strange happens to the groom when he kisses the bride – he faints, time stops, and the wedding party becomes a journey into the past and a possible future at same time. The traumas of the past and the different future perspectives blend to form a new kind of reality. A play inside the play to discover the truth of the present.
ACTORS: Male 5. Female 4.
Reykjavík City Theatre, 2001-2
VITLEYSINGARNIR – THE IDIOTS
Hermóður og Háðvör, Hafnarfjarðarleikhúsið, 2000.
Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Leikarar: María Ellingsen, Gunnar Helgason, Björk Jakobsdóttir, Dofri Hermannsson, Erling Jóhannesson, Jóhanna Jónas, Margrét Halla Jóhannesdottir. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Lýsing: Kjartan Þórisson. Tónlist: Jóhann Jóhannsson. Hljóð: Arndós Steinþórsdóttir. Gerfi og grímur: Ásta Hafþórsdóttir. Söngur: Ástgerður Júníusdóttir. Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson.
VITLEYSINGARNIR: Vinahópur kemur saman til þess að samfagna þegar ein úr hópnum opnar veitingahús á hafnarbakkanum í Reykjavík. Við kynnumst persónunum, kringumstæðum þeirra og samskiptum fyrr og nú. Þegar líður á kvöld fer að losna um ýmsar hömlur. Leikurinn er hraður, fyndinn, fullur af skemmtilegum uppákomum og ástríðum. Tilraun með form leikhússins sem gengur fullkomlega upp. Í leiknum er tónlist eftir Jóhann Jóhannsson.
THE IDIOTS: A group of old friends is celebrating the opening of a new seaside restaurant in Reykjavik. During the night of the feast, where everything gets out of control, we learn the personal stories of each participant, how they all got to know each other, how their stories interact and interweave, and what their personal situation is. This is an inventive, fast and hard hitting play, with humor and pathos – considered a step for the playwright into a new dramaturgic direction.
HERMÓDUR & HÁDVÖR, Theatre Company Hafnarfjordur, 2000.
ACTORS: Male 4, Female 4.
Um VITLEYSINGANA:
“Ólafi Hauki lætur einkar vel að flétta saman skop og alvöru um leið og hann skapar skýrar persónur úr efniviði stereótýpunnar. Undir galsanum liggur dauðans alvara og athyglisverðar persónusögur eru dregnar fram í dagsljósið um leið og óbeint er slegið á þjóðrembuhugmyndir landans.”
– Auður Eydal
BJALLAN – THE BEATLE – USED CARS
RÚV – Ríkisútvarpið – Sjónvarp, 2001.
Leikstjóri: Lárus Ýmis Óskarsson. Leikarar: Pétur Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Pétur Einarsson, Helgi Björnsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Jóhann Sigurðarson. Handrit: Ólafur Haukur Símonarson. Tónlist Kirstján Kristjánsson. Framleiðandi: RÚV – Ríkisútvarpið.
Bjallan segir frá feðgum sem reka bílasölu sem má muna fífil sinn fegurri. Halldór er gamall í hettunni og hefur marga fjöruna sopið í bransanum og hann vill ekki leggja árar í bát þótt sonum hans þyki lítið koma inn af peningum, engan veginn nóg til þess að fullnægja þörfum allra. Það er því freistandi að gera eitthvað til þess að drýgja tekjurnar. Annar bræðranna bregður á það ráð að flytja inn Mercede Benz frá Þýskalandi sem dópi hefur verið komið fyrir í. Gallinn er bara sá að árvökull tollari sem jafnframt er bílaáhugamaður, sér leik á borði; hann hleypir Benzanum í gegn en kemur síðan á bílasöluna og gerir kröfur … Samtímis skýtur upp kollinum stúlka, sem virðist í fyrstu ekki vera með öllum mjalla, segist reyndar ætla að kaupa gamla bjöllu, en á þó í rauninni allt annað erindi við feðgana …
The Beatle is the last of the old fashioned used-car-dealing-spots. The Beatle is where you buy the cheapest used cars in town. All the other used-car-dealers have given up and sold out to the big companies – the car importers, but Halldor and his two sons are still holding on, although business is very slow. The two sons are not on good terms, and they both have something to hide. One is importing Mercedes cars from Germany with smack hidden inside them. The other brother has a stupid wife with expensive habits who has thrown him out, and he has beaten her up. Then up pops a girl who wants to buy a Beatle-car but also claims to be the brother’s sister. And in walks the drug dealer’s thug who wants the drug that was hidden inside the Mercedes. The crazy girl says the family must stick together. And they do.
Produced as a TV – play by the National Television. Broadcasted first time on New Years Eve, 2001.
Actors: Male 4. Female 3.
Directed by: Lárus Ýmir Óskarsson. Cast: Pétur Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Pétur Einarsson, Helgi Björnsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Jóhann Sigurðarson. Script: Ólafur Haukur Símonarson. Music: Kristján Kristjánsson. Production Company: RUV- Icelandic National Television. Produced as a TV – play by the National Television. Broad casted first time on New Years Eve 2001.
HATTUR & FATTUR – HAT AND FAT
Flugfélagið Loftur, 1999.
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikarar: Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Felix Bergsson, Valur Freyr Einarsson, Pálína Jónsdóttir, Steinunn Ólafsdóttir, Davíð Þór Jónsson, Sigþór Heimisson. Tónlistarstjóri: Margrét Örnólfsdóttir. Dansahöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir. Leikmynd og búningar: Vignir Jóhannesson. Hljóðstjórn/Upptaka: Ívar Ragnarsson. Ljósahönnun: Björn Helgason. Leikmunir: Karólína Markúsdóttir. Brúður: Helga Arnalds. Hárkollur og förðun: Kristín Thors.
HAT AND FAT: Play for children (4-12). Space traveling friends, Hat and Fat, land on the planet Earth, and as they are interested in the pinkest of all pink creatures in the entire Big-Milk-Shake-Way, to compare with their green complex, they land in Reykjavík, Iceland. There they are really pink. But Hat and Fat notice many other strange things during their stay: the kids are cruel to each other, the teachers are not behaving like mentally sane, and the parents have no time or interest in educating their offspring in the art of living. And some people on Earth are very greedy indeed. Hat and Fat get to know some kids and adventure starts immediately.
The songs from the production have already become an Icelandic classic. Available on CD and cassette.
Actors: Male 4. Female 2.
MEIRI GAURAGANGUR – MORE HULLABALLOO
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið, 1998.
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Bergur Þór Ingólfsson, Örn Árnason, Jóhann Sigurðarson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Helgi Björnsson, Sigrún Waage, Magnús Ragnarsson, Randver Þorláksson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Gunnar hansson, Magnús Ólafsson, Edda Arnljótsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Selma Björnsdóttir, Ástrós Gunnarsdóttir. Leimynd: Grétar Reynisson. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Dansar: Ástrós Gunnarsdóttir. Lýsing: Björn B. Guðmundsson. Höfundar tónlistar: Jón Ólafsson, Ólafur Haukur Símonarson. Tónlistarstjórn og útsetningar: Jón Ólafsson. Hljóðstjórn: Sigurður Bjóla.
MEIRI GAURAGANGUR: Framhald af hinu vinsæla leikriti Gauragangi. Nú er kominn tími til þess að Ormur og Ranúr líti út fyrir landsteinana. Þeir hyggjast dvalja sumarlangt í gömlu höfuðborginni, Kaupmannahöfn, við Eyrarsund, þar sem átrúnaðargoð þeirra 19. aldar skáldin gerðu það gott og dóu úr vesöld. Varla eru félagarnir stignir á land í Danaveldi þegar hellast yfir þá ævintýrin. Þeim tekst auðvitað að ramba beina leið inn í undirheima borgarinnar og eiga fótum og góðum Dönum fjör að launa. Viðburðaríkt sumar í meira lagi.Tónlistin í sýningunni er eftir Jón Ólafsson og Ólaf Hauk Símonarson.
MORE HULLABALLOO: A sequel to the enormously popular Hullabaloo from 1994. A serious yet humorous musical play about two Icelandic high school graduates, the poet Ormur and his painter friend Ranúr, who decide to follow the example of the 19th-century Icelandic poets and artists and seek adventure in Copenhagen. They become dangerously involved with drug dealers, thieves, hookers and strippers, but they also get to know the hospitality, humor and warmth of the Danish people. When the summer is over and it is time to return home to Iceland, it comes difficult to leave the friendly innkeeper of Red-Ann and his beautiful daughter Nora.
National Theatre, main stage, 1998.
Actors: Male 9. Female: 7.
Music available on CD.
KENNARAR ÓSKAST – TEACHING VACANCIES
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið, 1996.
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikarar: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Örn Árnason, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Hjálmar Hjálmarsson, Gunnar Eyjólfsson, Harpa Arnardóttir. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson.
KENNARAR ÓSKAST: Tveir kennarar, hjón úr Reykjavík, koma til starfa við lítinn grunnskóla á landsbyggðinni. Hjónin eru vel menntuð og metnaðarfull og eiga erfitt með að sætta sig við það sem þau skynja sem áhugaleysi og lausung meðal þeirra kennara sem fyrir eru á staðnum. Skólastjórinn og faðir hans, sem áður kenndi við skólann, virðast fara sínu fram þvert á allar nútímareglur og kenningar um skólahald. Allt er með sérstöku sniði og sjálfgefið að stefni í árekstra. Svo koma í ljós alvarleg mál sem sópað hefur verið undir teppið – hafa menn einurð til þess að draga hina seku til ábyrgðar? – Það reynir á samheldni og siðferðisþrek kennarahjónanna.
TEACHING VACANCIES: Two ambitious and highly qualified teachers, a couple from Reykjavík, accept teaching posts in a small rural elementary school. To their disappointment they discover that the fellow teachers are unqualified, taking refuge in drinking and sex, glorifying ancient civilizations, and the principal is more interested in his farming than education. As they try to introduce modern teaching methods, theory enters into conflict with practice and the questions of professional and personal responsibility arise. In this small and isolated community each number becomes involved in the personal tragedies of the others. Speaking openly about responsibility and guilt can even cost human lives.
The National Theatre, main stage, 1996.
Actors: Male 4. Female 3.
Um KENNARAR ÓSKAST:
“Annað sem er sérstakt við höfundarverk Ólafs Hauks er sú aðferð hans að binda sögusviðið við vinnustað. Leikritið er eðli málsins samkvæmt mjög staðbundið og aðstæðubundið. Hið hefðbundna er að sjálfsögðu, eins og allir vita, að sviðið er stofa og þangað kemur fólk og fer eftir því sem þörf er á og efni standa til. En aðferð Ólafs Hauks er óvenjuleg. Vinnan er að sjálfsögðu óaðskiljanlegur hluti hvers manns og því er alls ekki óeðlilegt að vinnan verði sjáanleg þegar verið er að lýsa fólki.”
– Gunnlaugur Ástgeirsson
ÞREK OG TÁR – ENDURANCE AND TEARS
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið 1995-6.
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Edda Heiðrún Backman, Gunnar Eyjólfsson, Jóhann Sigurðaron, Edda Arnljótsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bessi Bjarnason, Þóra Friðriksdóttir, Örn Árnason, Vigdís Gunnarsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Stefán Jónsson, Egill Ólafsson, Magnús Ragnarsson, Sigríður Þorvaldsdóttir og Sveinn Þórir Geirsson. Leikmynd: Axel H. Jóhannesson. Búningar: María Ólafsdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Dansstjórn: Ástrós Gunnarsdóttir. Tónlistarstjórn: Egill Ólafsson.
Um ÞREK OG TÁR:
“Það er kunnuglegur og um leið forvitnilegur heimur sem Ólafur Haukur Símonarson opnar okkur í þessu nýjasta leikriti sínu. Við þekkjum þetta fólk svo vel, og ekki bara af afspurn, því þetta eru nágrannar okkar, vinafjölskyldur, jafnvel okkar eigin fjölskylda, svei mér þá, og ef til vill við sjálf, ef við þorum að skoða grannt. Þrátt fyrir þennan nána kunningsskap eða jafnvel vegna hans er eins og fólkið í Þreki og tárum hafi ekki verið áberandi persónur í íslenskum leikritum. Gæti verið að það hafi gleymst að skrifa leikrit um einmitt þetta fólk, eða gæti verið að það þætti ekki það áhugavert að það þyldi sviðsljósið?”
– Sigrún Valbergsdóttir.
ENDURANCE AND TEARS: A musical play set in Reykjavík, structured round the memories of a young man during his childhood days in the early sixties. The focus is on the family of a small retail merchant, at a time when the Icelandic society is going through a radical change and new opportunities avail themselves and new moral standards are being set.
A trip down memory lane, strewn with musical hit numbers as the boy’s family is heavily involved in the musical scene during those times. A bittersweet yet comic piece, which in its simplicity has touched the nerve of nostalgia in many hearts and at the same time made new contacts with younger generations. This play had the longest run ever at the National Theatre in Reykjavík.
The National Theatre, main stage, 1995-1996
Actors: Male 9. Female: 7.
Life transmission from the stage production of Endurance and Tears at the NT was a great success on the Icelandic National Television.
Music available on CD.
HUNDHEPPINN – LUCKY DOG
Nemendaleikhúsið, 1989.
Leikstjóri: Pétur Einarsson. Leikarar: Steinn Ármann Magnússon, Elva Ósk Ólafsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Sigurþór Albert Heimisson, Christine Carr, Steinunn Ólafsdóttir, Bára Magnúsdóttir, Ólafur Guðmundsson. Leikmynd: Guðrún S. Halldórsdóttir
The story of Ari and Bára is told in forty tragicomic episodes, from their “falling in love” at the tender age of twelve until, when they have been divorced twelve years later, he strangles her. But even at that tragic moment Ari is trying to convince himself, as well as her, that they still love each other. The action is fast, colourful and extreme. Fun is poked at the moral confusion of the times, and the play is a critique of materialism, narcissism and the death of idealism.
The Drama Student´s Theatre 1989
Actors: Male 3. Female 5
SÖNGVARINN – THE SINGER
RÚV – Útvarpsleikhúsi – a radioplay .
SÖNGVARINN: Heimsfræg söngkona kemur að næturlagi í sjávarþorpið þar sem hún er fædd og uppalin. Hún heyrir mikla og fagra söngrödd berast út um glugga. Ungur maður á þann draum að syngja í hinum frægu óperuhúsum heimsins. Söngkonan kveður dyra. Hún er mikil og fræg og yfirgengileg og hefur ýmsu að miðla. Hvað kostar það að ná valdi á röddinni svo áheyrendur heimsborganna megi falla í stafi? Söngkonan býður unga manninum leiðsögn um táradal listarinnar.
THE SINGER: The Muse, who has assumed the form of a famous soprano, visits a young man with a talent for singing. She is a large woman with many aspects to her character. Her mercurial nature sometimes threatens to become too much for the young man as she enlightens him about the grotesque and demanding world of arts. Eventually the young man submits to her and accepts a leather ring around his neck, and starts barking when she tells him to. The play has been broad casted on radio in many countries in Europe.
GAURAGANGUR – HULLABALLOO
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið, 1994.
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Erla Ruth Harðardóttir, Felix Bergsson, Flosi Ólafsson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Hinrik Ólafsson, Hjalti Rögnvaldsson, Hjálmar Hjálmarsson, Jóhann Sigurðarson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Randver Þorláksson, Rúrik Haraldsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Sigurður Skúlason, Stefán Jónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Örn Árnason. Ný dönsk: Daníel Á. Haraldsson, Björn Jr. Friðbjörnsson, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm Einarsson, Stefán Hjörleifsson. Leikmynd og búningar: Guðrún Sigríður Haraldsdóttir. Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir. Tónlist: Ný dönsk. Lýsing: Páll Ragnarsson. Dansar: Ástrós Gunnarsdóttir. Hljóðsetning: Sveinn Kjartansson og Sigurður Bjóla.
GAURAGANGUR: Söngleikur um Orm Óðinsson byggður á hinni vinsælu bók Gauragangur. Ormur er 16 ára skáld og uppreisnarmaður og hefur lag á því að setja allt á annan endann hvar sem hann fer. Ormi dreymir stóra drauma um skáldfrægð og heimsyfirráð, en hann er líka viðkvæmur drengur, merktur af skilnaði foreldranna. Omur á samt vini; sá nánasti er Ranúr (Rúnar aftur á bak) sem hefur misst föður sinn ungur og dreymir líka dreymir listamannsdrauma.
HULLABALLOO: A musical about Orm Odinsson, a sixteen-year-old boy who has great aspirations in life, but who causes untold trouble on the way to realizing those aspirations. This work is based on a novel by the same author, which has proved to be enormously popular both with young people and adult’s audiences. Orm is the child of a broken marriage, who causes his siblings and his mother constant anxiety. It is episodic in structure, built up on a number of short scenes, which are punctuated with songs performed by a rock band. In most respects Orm´s existence is very much like that of any other young man, growing up in the western world. He is a rebel at school, who spends more time enjoying himself with his friends and falling for girls than his does studying. The characterization of Orm is clear and inventive, comprising a delightful mixture of both his comic and childish qualities. But serious things happen: his best friend and confidant, an old bookseller, dies, and the girl of Orms´ dreams becomes pregnant, but goes to have an abortion. Ormur quits school for a time and goes on a fishing boat to come to terms with himself.
– Bryndís Schram um GAURAGANG:
„Unglingavandamálið – er það ekki eins konar tilvistarkreppa tekin út fyrirfram – áður en ballið byrjar svo að segja? Hver er ég? Er ég nokkurs virði? Stenst ég nokkurn samanburð við aðra? Til hvers er þetta líf svo sem?
Og þarf maður annað en líta í spegil til þess að sjá að þetta er allt úr út fókus. Meira að segja röddin bregst – það heyrast frá þér torkennileg hljóð, húðin er útsteypt í graðbólum og tíðaverkirnir eru yfirþyrmandi. Og tilfinningarótið – Jesús minn – þar sveiflast allt öfganna á milli, frá sjúklegri vanmetakennd upp í ýkta sjálfsdýrkun. maður er annað hvort fullkomlega misheppnað úrhrak, eða að næmið fyrir nýjabrumi tilverunnar framkallar óviðjafnanlega snilligáfu. Hún er að vísu sorglega vanmetin af hinum andlega kulnuðu ellibelgjum.
Og í þessu ástandi miðju er maður að reyna að nálgast hið forboðna – hitt kynið. Þar getur allt orðið óstjórnlegt, ástin ýmist bæld eða hömlulaus, afbrýðisemin helsár – það eina góða við þetta ástand er, að það lagast af sjálfu sér með aldrinum – að minnsta kosti hjá flestum.
Og svo tekur „alvara“ lífsins við. Hver man ekki eftir hinu treflum vafða skólaskáldi með fyrirheit nýrrar skáldakynslóðar í augnaráðinu? En þegar það verður á vegi þínum síðar á lífsleiðinni, kemur á daginn, að lífsneistinn er slokknaður í báðum augum. Það varð ekki neitt úr neinu. Þetta var bara eins og graðbólurnar á hörundi unglingsins – þær hurfu og allt varð aftur slétt og fellt. En til eru þeir, sem taka þroskann út seinna og eflast svo við hverja raun. Væntingar, fyrirheit, efndir, vonbrigði – og loks það hlutskipti að sættast við orðinn hlut. Svona er lífið.
Þetta er efniviðurinn sem listaskáldið Ólafur Haukur vinnur út frá eigin umhverfi og lífsreynslu – Reykjavík forðum daga. Ég sagði listaskáld og stend við það, því að Ólafi Hauki Símonarsyni er flest til lista lagt, sem góðan höfund má prýða. Hann býr yfir næmi og frumlegri sýn ljóðskáldsins. Honum verður það smáa og hversdagslega að söguefni og talar þannig í dæmisögum, eins og meistarinn sjálfur. Hann er gæddur ekta kímnigáfu, sem leitar útrásar í óvenjulegri orðheppni – stundum „tærri snilld“.
Gauragangur er löngu orðin klassík. Þetta eru unglingabókmenntir heillar kynslóðar. Kynslóðir koma og fara en þetta sérstaka vandamál – unglingavandmálið – fylgir þeim öllum í veganesti. Það fær bara ólík birtingarform – í klæðaburði, fyrirmyndum, hetjudýrkun, orðbragði og dægurtónlist.
Þarna er lifandi leikhúsverk á fjölunum, sem pabbi og mamma eiga að grípa glóðvolgt til að fara með unglingana í leikhús. Það svínvirkar. Meira að segja nokkrir leikaranna á sviðinu vitna um að þeir hafi ánetjast leikhúsinu við að sjá Gauragang þegar það var fyrst á sviði í Þjóðleikhúsinu.
Þegar Gauragangur er skoðaður úr fjarska, þá er það eiginlega bara ein hugmynd, sem allt verkið byggir á – það fjallar um ástina í öllum sínum birtingarformum – ást milli manns og konu, móður og sonar, bróður og systur, nágranna, vinnufélaga, ungra og aldinna – jafnvel hinir kulnuðu ellibelgir og kerfiskarlar vakna til lífsins á ný. Límið í Gauragangi eru ástarmál fjölskyldunnar og hvernig hún hangir þar af leiðandi saman – stundum á bláþræði.
Það er ekki Ólafi Hauki lagið að vera neikvæður. Gauragangur lýsir af mannkærleika og lífsgleði, sem smitar út frá sér. „
” Umsköpun frá bók til sviðsverks hefur tekist mjög vel, leikritið er sterk heild og lifir á eigin forsendum. Þrátt fyrir léttleika á yfirborði kemur Ólafur ótrúlega mörgu að í verkinu og vekur áhorfendur til umhugsunar um íslenskan veruleika í dag.”
– Auður Eydal.
Úr ritdómum um Gauragang.
“Gauragangur fjallar um þetta allt: vináttuna, klíkurnar, dauðann, ástina, þungun, fóstureyðingu. Jafnframt því að vera ástríðuheit, fyndin og vel skrifuð, gefur Gauragangur góða mynd af íslensku samfélagi, tengslum þjóðarinnar við hefðina, Íslendingasögurnar, sjálfstæðisbaráttuna, þjóðskáldin; auk þess að vera mjög upplýsandi um nútímahvunndaginn á Íslandi, fjölskyldumálin og lífið til sjós. Höfuðpaurinn, Ormur Óðinsson verður glæsileg, blæbrigðarík persóna, og það er aðdáunarvert hvernig Ólafi Hauki Símonarsyni tekst að halda stuðinu gangandi. Stíllinn er harðskeyttur, uppáfinningasamur en jafnframt tilfinningalega djúpur. ”
– Kjell Gall Jörgensen, Danska kennarasambandinu.
„Bitastæðasta íslenska unglingabókin síðustu árin, tel ég sé Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson … Persónusafn sögunnar er fjölbreytt og persónur ljóslifandi … Í sögunni er unglingum lýst sem margþættari og dýpri persónum en gert er í öðrum unglingabókum.. Hún er bráðskemmtileg aflestrar og vel krydduð góðum húmort.“
– Þuríður J. Jóhannesdóttir, Tímarit Máls og Menningar
„Höfundurinn lætur sér ekki nægja að leika sér að orðum, hann sprellar með þau og útkoman er skórskemmtileg – eins konar gígantískt grín, stöðug loftárás orða með hvissi, hvellum og gneistaflugi … Atburðarásin er ótrúlega hröð, hver uppákoman rekur aðra leifturhratt, en þó er sagan heilsteypt og söguþráðurinn vel spunninn og hvergi gisinn.“
– Ólöf Pétursdóttir, Þjóðviljinn.
„Þetta er stórbrotin saga og sannferðug. Það vita þeir sem um árátugi hafa, í kennslu, þekkt til unglinga eins og Orms, flosnaðra heimila og grunnskólakerfisins, þar sem kennarar eru nánast notaðir sem sleggjukastarar í höfuð þeirra sem leyfa sér að vera betur eða verr gefnir – eða öðruvísi – en fjöldinn.“
– Jenna Jónsdóttir, Morgunblaðið
„Gauragangur er bók sem hiklaust má mæla með, ekki bara handa unglingum, hún er bráðskemmtileg lesning öllum þeim sem vilja leyfa „Orminum“ í sjálfum sér að gægjast upp úr moldinni.“
– ME, DV
„Ormur Óðinsson, söguhetjan, er ávallt staddur annað hvort í helvíti eða í sjöunda himni, aldrei á jörðinni, en samt tekst honum að skilja þar eftir sig djúp spor. Lesandinn hrífst með, gjörheillaður finnur hann aftur hríslast um sig þennan frumkraft sem einkennir dýrategundina á sautjánda ári.“
– Gorm Rasmundssen, Politiken
HULLABALLOO:
ACTORS: Male 12. Female 9.
The National Theatre, main stage, 1994.
Music available on CD.
The novel, which the play is based upon, has been translated into Danish, English and German.
HAFIÐ – THE SEA
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið, 1992.
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikarar: Helgi Skúlason, Margrét Guðmumndsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Randver Þorláksson, Pálmi Getsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þórey Sigþórsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Stefán Jónsson, Sigurður Sigurjónsson. Leikmynd og búningar: Þórunn S. Þorgrímsdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson.
Um HAFIÐ:
“Í leikverki Ólafs Hauks er ekkert dregið undan, eins og sæmir í góðu leikhúsverki; þar er allt lagt undir – ástin, hafið og dauðinn. Það er eins og höfundurinn hafi komið sér fyrir inni í stofu hjá þjóðinni til að greina þá átakapunkta sem hvað mestu máli skipta um þessar mundir. Hafið býður ekki upp á einfalda og klysjukennda greiningu á þeim vanda sem steðjar að íslensku þjóðlífi og það boðar heldur engar auðveldar lausnir. Það neyðir okkur hins vegar til að horfast í augu við áleitnar siðferðilegar og pólitískar spurningar, sígildar spurningar sem varða það hvernig við eigum að koma fram við okkar nánustu og aðra samborgara okkar og hvernig við eigum að lifa í þessu landi.”
– Gísli Pálsson
A broad, “Ibsenesqe” family drama, where different generations and opposing values are caught in a fierce battle against one another. The play tackles large issues such as loyalty, guilt and remorse and is set in a remote fishing village where the industry is about to be lost to speculators. The “old” method of running things has become obsolete and a dying, old time capitalist struggles to keep things as they have always been, but is faces with his own offspring, a younger generation of city dwellers whose greet knows no limits. The dialog is hard hitting and funny and the play won the Icelandic Theatre Prize, was chosen the best Icelandic play and one of the five best Scandinavian plays of the year. The production of the National Theatre was invited to the Bonner Biennale for new European playwriting. The play is translated into English, German, Polish, Færöish and Swedish.
Actors: Male 6. Female 7.
The National Theatre, main stage, 1992.
About The SEA:
“The old fishermen’s villages are being deserted, people move into the cities. It’s the same thing in all coastal areas all around in the world. This future has already begun in Simonarson´s play “The Sea”. Ship-owner Thorolf Haraldsson lives in a big house on a cliff, together with his companion, Kristín, his late wife’s sister, his old mother, Kristin’s young daughter Maria and his adopted son, Beggi. From his house he can see the sea, the mountains, but also his property: the fishing boats in the harbor and the fish freezing plant. Since he is confined to a wheelchair, he has to leave the management of his firm to Harald, his eldest son. All the villagers earn their living in his companies.
Thorolf´s four other children have long ago withdrawn from him, although not from his financial aid. He asks them to come to his house on New Year’s Day to communicate important decisions to them. When Thorolf tells them that he is going to give all his property to August, his youngest son, and Beggi his adopted son, the situation explodes and his second son, Jon, hits Thorolf. When during the following night the children, all of them wanting their share, urge him to sell the property, he declines categorically and hits Jon. That night Thorolf dies without having carried out his plan to make Beggi his only heir. Beggi, who like Thorolf loves the sea and the fishing, comes home from a long and difficult fishing trip and sees the brothers and sisters leaving the house, each of them already secretly stealing bits and pieces from their father’s household. “
From the BONNER BIANNALE festival catalogue.
More about The SEA:
“A very witty play is Ólafur Haukur Símonarsons THE SEA, a five act play about an Icelandic fisherman and ship owner, Thórdur, his mistress, his mother and his five children. The backdrop for the first act gives us an impressive view of the harbour, the fjord and Thórdur´s cold-storage plant, Icefish. The first four acts are of scenes from New Year´s Eve, moving into New Year’s Day for act V. Gradually we realize that Thórdur (65) is falling behind the times. It does not occur to him that the rival firms are successful because they refrigerate their catch on board. Tired of bickering with his eldest son, Haraldur, who has spent his whole life with the firm, he much prefers his youngest son, Ágúst, who is studying literature and knows nothing about fish, and his young protégé, Bergur. Fearing that their inheritance is being threatened, his children become interfering and snappish. Thórdur dies on the last night of the year, probably through sheer anger. The last scene shows us the children denuding the home of its books, furniture and valuable objects.
These five siblings give us a good cross-section of modern Icelandic society, a generation which has had enough of small-town living and smelly fish and now wants out. Apart from Haraldur they are respectively: a film director, a feminist poet, an air-pilot and a boutique owner.
It must be remembered that not only is Thórdur a father, he is also a symbol of authority. The most cynical of them all is Thórdur´s mother, Kata, always with a cigarette in her mouth, often pretending to be asleep and bored stiff by her grandchildren. When her son dies she asks for a cup of black coffee, promising not to expire until her brandy bottle is empty.
Though the play is at one level naturalistic, the thirteen parts also offer wide scope for interpretation by professional actors; they can stick to the cynical comments as such, or try to find some underlying meaning such as self-defense or hidden weakness. Ólafur H. Símonarson´s play could be interpreted simply as a straight play or, alternatively, as a symbolic drama.”
– Roland Lysell, in Nordic Theatre Review.
„Die kalte See“ im Kieler Schauspielhaus.
Mit lang anhaltendem Applaus honorierten die Zuschauer am Samstagabend die gelungene Premiere von „Die kalte See“ im Kieler Schauspielhaus. Insbesondere die geniale Inszenierung sorgte für verblüffte Gesichter und begeistertes Raunen im Publikum.
Das Kieler Schauspielhaus ist bekannt für ideenreiche Inszenierungen. Auch die Premiere von „Die kalte See“ unter der Regie von Michael Uhl überzeugte durch eine originelle Umsetzung des isländischen Familiendramas, die man so sicher noch nicht gesehen hat.
Die Bühne
Das Bühnenbild wirkt auf den ersten Blick sehr trist: der Boden schachbrettartig eingeteilt. Die einzelnen quadratischen Felder durch schale Stege voneinander getrennt. Alles in Schwarz gehalten. Die einzigen Requisiten: ein Holzstuhl und ein Transistorradio. Nach und nach bevölkern die Figuren die Szenerie, balancieren über die Stege. Plötzlich bemerkt der Zuschauer: Bei den 56 Feldern handelt es sich um knöcheltief gefüllte Wasserbecken. Das Wasser wird mehr und mehr Teil des Stückes. Es wird gespritzt, geplanscht, gewatet. Später zur großen Überraschung des Publikums sogar geschwommen und getaucht.
Die Inszenierung verleiht dem Drama etwas Spektakuläres. Sie nimmt ihm die Schwere, gemeinsam mit einer Prise schwarzem Humor, Vulgärsprache, Sexanspielungen und der dröhnenden Musik, die das 90-minütige Stück immer wieder unterbricht.
Die Handlung
Hauptfigur ist der isländische Reeder Thorolf Haraldsson (Rainer Jordan), der die Nachfolge seines Fischereikonzerns „Eisfisch“ regeln will und daher seine drei Kinder Harald (Zacharias Preen), Ragga (Agnes Richter) und August (Rudi Hindenburg) zu Silvester eingeladen hat. Diese zeigen jedoch keinerlei Interesse am Erhalt des Familienbetriebs, sondern überlegen, wie sie das Erbe am einfachsten untereinander aufteilen können. Der alte Firmenpatriarch begegnet dem Widerspruch seiner potentiellen Erben mit erbittertem Starrsinn. Als der Alkohol die Zungen mehr und mehr löst, eskalieren die verbalen Konflikte immer weiter. Auch ein lang gehütetes Geheimnis wird offenbart, das August den Boden unter den Füßen wegzieht.
Die Schauspieler
Ein durchweg tolle schauspielerische Leistung. Besonders Rainer Jordan als starrsinniger Firmenpatriarch sticht hervor. In seiner ganzen eisernen Körpersprache drückt er Thorolfs Engstirnigkeit und Gefühlskälte aus. Kammerschauspielerin Almuth Schmidt überzeugt als verrückte, alte Mutter von Thorolf, die mit ihren bitterbösen Sprüchen die Zuschauer immer wieder zum Lachen bringt. Großartig auch Claudia Macht in der Rolle von Kristin, der Ehefrau von Harald. In der Sackgasse ihres Lebens angekommen, stolpert sie verzweifelt, alkoholkrank und sich anbiedernd über die Bühne.
Je mehr die Situation eskaliert, desto mehr kommt das Wasser zum Einsatz, sodass viele der Schauspieler am Ende völlig durchnässt dastehen. Ein Einsatz, der sich lohnt! Insgesamt ein sehr zu empfehlendes Theater-Erlebnis.
Fotos: Olaf Struck
KJÖT – MEAT
Leikfélag Reykjavíkur, Stóra sviðið, 1990.
Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Leikarar: Þröstur Leó Gunnarsson, Hanna María Karlsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Ragnheiður Elfa Arnadóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Stefán Jónsson, Þorsteinn Gunnarsson. Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir. Lýsing: Egill Örn Árnason. Leikhljóð: Ólafur Örn Thoroddsen.
KJÖT: Aðalsteinn er gjörvilegur maður ungur að árum og hann er verslunarstjóri í besta kjötbúðinni í hverfinu. Eigandi verslunarkeðjunnar var áður elskhugi móður Aðalsteins sem vinnur líka í verslununni. Eigandinn er dularfulur maður sem kemur og fer; kannski er hann faðir Aðalsteins. Aðalsteinn á í ástarsambandi við stúlku sem starfar í búðinni, en framkoma hans við hana og aðra starfsmenn er ekki til fyrirmyndar. Á laugardegi eftir lokun fer starfsfólkið á dansleik, en snýr síðan aftur í búðina. Þar stefnir í uppgjör.
MEAT: The scene is a butchers shop during the early sixties. Adalsteinn, a young man, runs the shop for the owner, an elderly gentleman who many years previously kept Adalstein´s mother as his mistress. Adalsteinn is involved with one of the women of the staff and as the action evolves we learn about his tyrannical tactics with the staff. At the end of the day the staff goes to a dance and returns later that night to the premises, where the hour of truth escalates to become violent and tragic.
ACTORS: Male 3. Female 3
Reykjavík City theatre, 1990.
Um KJÖT:
“Uppgjör Íslendinga fara fram á fylleríum og stundum með slagsmálum og vandamálin halda þar af leiðandi áfram að vera óleyst. Kannski er þetta kjarni hins íslenska veruleika – að flýja sannleikann fyrir hvern mun? ”
– Ingólfur Margeirsson
Á KÖLDUM KLAKA – ON THE ROCKS
Leikfélag Reykjavíkur, Stóra sviðið, 1990.
Leikstjóri: Pétur Einarsson. Leikarar: Guðmundur Ólafsson, Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Soffía Jakobsdóttir, Sigurður Karlsson, Gísli Rúnar Jónsson, Eggert Þorleifsson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Björgvin Halldórsson og fl. Tónlist: Gunnar Þórðaron. Leikmynd: Jón Þórisson. Búningar: Helga Stefánsdóttir. Dansar: Lára Stefánsdóttir.
Á KÖLDUM KLAKA: Leikurinn gerist á Hótel Landnámu, þar sem allt er veðsett upp í rjáfur og reksturinn stendur tæplega undir afborgunum. Þá bankar upp á erlendur auðmaður og fylgifiskar hans, vilja kaupir sig inn í reksturinn og breyta hótelinu í miðstöð fýkniefnaviðskipta. Starfsmenn eigandans og kærasta hans bregðast við með gömlum, góðum ráðum til þess að losa staðinn við óværuna.
ON THE ROCK: A musical celebrating the downfall of an entrepreneur and his hotel business. The hotel is still under construction and the hero close to bankruptcy when foreign investors show an interest in the enterprise. The investors are actually drug barons in disguise and soon the hotel is turned into a distribution center for smack. The owner’s loyal staff and his girlfriend come to his rescue and in the end home-grown ideals and old time recipes save him.
Music available on CD.
Actors: Male 5. Female 4.
BÍLAVERKSTÆÐI BADDA – BADDIS GARAGE
Þjóðleikhúsið, Litla sviðið, 1987.
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikarar: Bessi Bjarnason, Jóhann Sigurðarson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Sigurður Sigurjónsson, Arnar Jónsson, Árni Tryggvason. Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson. Lýsing: Björn B. Guðmundsson.
BÍLAVERKSTÆÐI BADDA: Sögusviðið er lítið bílaverkstæði þar sem Baddi ræður ríkjum. Þegar nýi þjóðvegurinn var lagður lenti verkstæðið utan þjóðleiðar. Byggðin í dalnum hefur farið ört þverrandi. Skyndilega kemur fortíðin holdi klædd inn á verkstæðisgólfið í gervi Péturs, fyrrum starfsmanns Badda. Örlagaríkir atburðir fara að gerast.
Um BÍLAVERKSTÆÐI BADDA:
“Það er enginn vafi að einn af helstu kostum Ólafs Hauks sem leikskálds er kunnátta hans við að skrifa raunsæisleg og eðlileg samtöl. Þau eru firnagóð og skemmtilega knöpp, þar sem hver setning er aukinheldur leiðarmerking fyrir leikarann að sjálfstæðri persónutúlkun; raunsæisleg og eðlileg í þeim skilningi að samtölin eiga heima í þessu umhverfi og varpa jafnframt ljósi á persónurnar.”
– Hávar Sigurjónsson
LEIKARAR: Karlar 4. Kona 1.
BADDIS GARAGE: Somewhere in a thinly habited rural area Baddi´s garage is still operating although the customers are getting fewer and fewer as the years pass. Baddi, a widower, lives there with his daughter and son and Raggi, an apprentice, who is not the cleverest one but has a way with cars. Life is in a sort of balance. Then one day the past knocks on the door. Back is an old friend of Baddi, who was convicted for the murder of Baddi´s wife but fled to South America. He is a handsome, clever guy, the lover of Baddi´s wife, but he was also loved by Baddi. Again it becomes a question: Who killed Baddi´s wife? Are the now grown children ready to change their testimony? The tragedy is inevitable.
The National Theatre, small stage, 1987.
ACTORS: Male 4. Female 1.
Morgunblaðið: Bílaverkstæði Badda frumsýnt í Þýskalandi
FYRIR tæpum mánuði hófust sýningar á leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, Bílaverkstæði Badda, í “Hans-Otto Theater” í Potsdam. Leikstjórinn Ralf-Günter Krolkiewicz, sem jafnframt er leikhússtjóri, sá um uppfærsluna. Hann ber mikið lof á handritið og í samtali við fréttaritara sagði hann það vera einstaklega gjöfult fyrir leikhús. Að hans sögn tekst Ólafi Hauki, í þessari óvenjulegu ástar- og sakamálasögu, á meistaralegan hátt að kalla fram spennu í sama mund og gamansemin sem og hinn íróníski undirtónn njóta sín til fullnustu.
Í umfjöllun um verkið í þýskum blöðum fær persónusköpun Ólafs Hauks mikið lof.
Persónurnar eru sagðar bera keim af villtri, stórfenglegri náttúru landsins sem sé full af mótsögnum því hvergi annars staðar mætast ís og eldur, kuldi og ástríður af sama krafti og á Íslandi.
Uppfærslan hefur fengið mjög jákvæða umfjöllun í öllum stærri dagblöðum Potsdam og Berlínarborgar.
KÖTTURINN SEM FER SÍNAR EIGIN LEIÐIR – THE CAT THAT WALKED BY HIMSELV
Leikfélag Akureyrar, 1985. Alþýðuleikhúsið, 1986.
Leikfélag Akureyrar, 1985. Alþýðuleikhúsið, 1986.
Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Leikarar: Þórey Aðalsteinsdóttir, Þráinn Karlsson, Theodór Júlíusson, Pétur Eggertz, Sunna Borg, Marinó Þorsteinsson, Rósberg Snædal. Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir. Lýsing: Alferð Alfreðsson. Höfundur laga og söngtexta: Ólafur Haukur Símonarson. Útsetningar og hljóðfæraleikur: Gunnar Þórðarson.
Ævintýraleikur byggður á sögu R. Kiplings Kötturinn sem fór sínar eigin leiðir.
KÖTTURINN SEM FER SÍNAR EIGIN LEIÐIR: Söngleikur fyrir unga áhorfendur byggður á sögu Rudyard Kipling. Þar segir frá því þegar slóttuga konan setur á laggirnar fyrsta heimilið með hinum lata eiginmanni sínum. Það kemur í hlut konunnar að gera samninga við hin villtu dýr skógarins hundinn, hestinn og kúna, og gera þau að húsdýrum. Dýrin leggja til tryggð sína, atgervi og afurðir, en fá í staðinn notalegt og öruggt skjól. Þannig verður til fyrsta menningarheimilið í veröldinni. Það er bara kötturinn sem ekki vill ganga til samninga við konuna, að minnsta kosti ekki á forsendum hennar. Þegar fyrsta barnið fæðist sér kötturinn sér hins vegar leik á borði; kötturinn er nefnilega sá eini sem getur þaggað niður í barninu og haft ofan af fyrir því. Þar með hefur kötturinn skapað sér frábæra samningsstöðu. Fer svo að kötturinn gerist heimilisköttur en á sínum eigin forsendum; hann er eftir sem áður kötturinn sem fer sínar eigin leiðir þegar honum sjálfum þóknast.
THE CAT THAT WALKED BY HIMSELV: A play for children based on a short story of the same name by Rudyard Kipling. The characters of the play are four household animals (The Cat, The Dog, The Horse and The Cow) together with The Man, The Woman and The Child. To a certain degree the play deals with civilization and how wild animals become household animals and how man adapts to a new situation. The Woman with her cunning, is instrumental in luring the animals to serve man and even in luring the Man to serve the Home. But the Cat is an individualist and always does what he likes best. This is by no means a “Lehrstuck”. The animals all have their references among humans and are figures out of a fairy tale. The songs from the play have become a classic in Iceland.
Akureyri Theatre, 1985. The Peoples Theatre, 1986.
ACTORS: Male 4. Female 4.
Music available on CD and Cassette.
ÁSTIN SIGRAR – LOVE CONQUERS ALL
Leikfélag Húsavíkur, 1984 (frumsýning). Leikfélag Reykjavíkur, 1985.
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikarar: Kjartan Bjargmundsson, Ása Svavarsdóttir, Gísli Halldórsson, Valgerður Dan, Jón Hjartarson, Helgi Björnsson, Margrét Ólafsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Bríet Héðinsdóttir. Leikmynd: Jón Þórisson. Lýsing: Daníel Williamsson. Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson.
ÁSTIN SIGRAR: Tónlistarmaðurinn Hermann veit ekki sitt rjúkandi ráð af því að eiginkonan, Dóra, hefur ákveðið að skilja við hann. Ástæðan fyrir ákvörðun Dóru er sú að einhverra hluta vegna leiddi orðræða um svokallað “opið hjónaband” til þess að Hermann bauð ungri konu að búa á heimilinu þeirra. En þegar til kastanna kom var Dóra kannski ekki alveg með á nótunum varðandi “opið hjónaband”. En fyrst svona var komið leyfði hún sér að opna á samband við vaxtarræktartröllið Hall sem hún hafði oft dáðst að í ræktinni. Þessi staða þýtti auðvitað að Hermann setti allt á fullt að reyna að endurheimta eiginkonuna.
LEIKARAR: Karlar 4. Konur 4.
LOVE CONQUERS ALL: A comedy about Hermann the musician, who is in a state of shock, because his wife, Dóra, is leaving him. The reason for her leaving is the fact that Hermann has brought a young girl into the home, because he wants to live in an “open” marriage. Meanwhile Dóra has met Hallur, the bodybuilder, and fallen in love with him. The action then revolves around the comical efforts of Hallur to get his wife back, with the assistance of his wife’s dentist uncle.
Húsavík Theater Club, 1984. Reykjavík City Theatre, 1985.
ACTORS: Male 4. Female 4.
MILLI SKINNS OG HÖRUNDS – UNDER THE SKIN
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið, 1984-5.
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikarar: Gunnar Eyjólfsson, Þóra Friðriksdóttir, Sigurður Skúlason, Sigurður Sigurjónsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Árni Tryggvason, Margrét Guðmundsdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Edda Heiðrún Bachman, Bessi Bjarnason, Sigríður Þorvaldsdóttir, Sigurjóna Sverrisdóttir. Leikmynd: Grétar Reynisson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Búningar: Anna Jóna Jónsdóttir. Hljóðmynd: Gunnar Reynir Sveinsson.
MILLI SKINN OG HÖRUNDS er áhrifamikill og miskunnarlaus þríleikur um samskipti foreldra og barna, ólíkan hugsunarhátt, skilningsleysi og brostnar vonir. Í miðju verksins er Sigurður, sjómaður af harðasta skólanum, maður sem felur ólgandi tilfinningar sínar undir þykkum skráp. Eiginkonan, Ásta, reynir að halda fjölskyldunni saman, hún stritar við að brúa gapið á milli Sigurðar og sona hans, en lífið virðist allt á hverfanda hveli, hver einn fer sína leið, samstaðan er engin og heimilið ekki lengur griðarstaður. Samt: undir yfirborðinu glittir alltaf í drauminn um betra líf í sátt við sjálfan sig og aðra menn.
Þríleikurinn er settur saman af verkunum “Milli skinns og hörunds”, “Skakki turninn í Písa” og “Brimlending”.
1. HLUTI. LEIKARAR: Karlar 4. Konur 4.
2. HLUTI. LEIKARAR: Karlar 3. Konur 4.
3. HLUTI. LEIKARAR: Karlar 3. Konur 3.
Um MILLI SKINNS OG HÖRUNDS:
“Ein þeirra spurninga sem verða áleitnar við lestur á verkum Ólafs Hauks Símonarsonar, er sú, hvort persónunum sé yfirleitt fært að brjótast úr þeirri spennitreyju seem uppeldi og umhverfi hneppa þær í. Framtíðar og þroskamöguleikar þeirra ráðast af stétt og/eða uppeldi, hvort sem í hlut á öreiginn sem berst fyrir afkomu sinni eða miðstéttarmaðurinn sem bíður lægri hlut fyrir smáborgaraskapnum í sjálfum sér. Eru menn þá fyrirfram skilyrtir og dæmdir til að lifa lífinu á ákveðinn hátt, eða eiga þeir eitthvert val?”
– Þuríður Baxter
“Þessu fólki er sýnd ákaflega lítil miskunn af hendi höfundar, þó maður skynji samúð hans og skilning undir hinu hrjúfa yfirborði. Það kemur til dyranna nakið og sárt inn í kviku, breiðir með kaldrana og ofstopa yfir hlýrri og dýpri tilfinningar, berst um á hæl og hnakka einsog fuglar í snöru. Orðfærið er í samræmi við hinar bældu tilfinningar, einatt hrátt og óheflað, en ævinlega satt og ósvikið.”
– Sigurður A. Magnússon.
UNDER THE SKIN: A trilogy of plays that deal with the alchemy of a fisherman´s family and pose questions about different values of the generations, the changing attitude to work, freedom, and expectations for the future.
In the first part the family, in spite of the efforts the mother makes, is on the verge of braking up. The father, who is a proud and stubborn man is still going out fishing, but is about to quit and find job onshore. The youngest son is dropping out of school and the elder son comes home unexpectedly from Copenhagen where he’s supposed to be studying.
The second part focuses on the younger son living together with his teenage love in a rented apartment. He gets to know a woman artist, some ten years older, living on next floor. The play follows the young mans futile attempts at breaking free from his background.
The third part of the Trilogy sheds light on the elder son, and his resignation and failure – and his final coming to terms with his father.
The dialog is harsh and funny and the play was a great success with both the critics and the public.
The National Theatre, main stage, 1984.
1. Part Actors: Male 4. Female 4.
2. Part Actors: Male 3. Female 4.
3. Part Actors: Male 3. Female 3.
GRETTIR – GRETTIR THE STRONG
Söngleikur eftir Ólafur Haukur Símonarson, Thórarinn Eldjárn and Egill Ólafsson.
Leikfélag Reykjavíkur, Austurbæjarbíó, 1980.
Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikarar: Kjartan Ragnarsson, Egill Ólafsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Harald G. Haralds, Sigurveig Jónsdóttir, og fl. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Búningar: Guðrún Sigríður Haraldsdóttir. Höfundar tónlistar: Þorsaflokkurinn og Ólafur Haukur Símonarson. Hljóðfæraleikur: Hinn íslenski þursaflokkur.
GRETTIR: Söngleikurinn fjallar um hinn lánlausa Gretti Ásmundarson. Hann er alinn upp af foreldrum sem hafa litla trú á því að hann nái nokkrum árangri í lífinu. Grettir er skotspónn skólafélaga sinna fyrir einfeldni, hugleysi og lítið líkamlegt atgerfi. Eftir misheppnaðan glæp fer Grettir í fangelsi þar sem hann leggst af miklu kappi í lyftingar og líkamsrækt. Út úr fangelsinu kemur Grettir helköttaður og gríðarlega massaður og nær skjótum frama fyrir hlutverk í sjónvarpsseríu byggðri á Íslendingasögunni um Gretti sterka. Frægðin færir honum peninga og ástir kvenna í ríkum mæli og framtíðin virðist blasa við björt og fögur. En líkt og í sögunni fornu þarf Grettir nútímans að glíma við drauginn Glám, sem ásækir hann hverja stund. Grettir nútímans kynnist því að skjótfengin frægð getur verið hverful.
LEIKARAR: Karlar 5. Konur 5.
GRETTIR THE STRONG: A musical about the young loser Grettir, who is the butt of his companions fun because of his simplicity and lack of courage. But then he is “discovered” and cast in the role of his famous namesake in a TV serial based on the old Icelandic saga of Grettir the strong. Before long he has become a hero and an idol, while the TV ghost Glámur makes his life a misery like the ghost in the old story. Grettir sees those ghostly eyes of Glámur everywhere: in the eyes of the TV cameras and in the studio lights, and finally this drives him to madness and death. An entertainment about the futility of fame with fine music from E. Ólafsson and Ó. H. Símonarson.
Actors: Male 5. Female 5.
Music available on CD.
BLÓMARÓSIR – LOVELY LASSIES
Alþýðuleikhúsið, 1979.
Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikarar: Guðrún Gísladóttir, Helga Thorberg, Edda Björgvinsdóttir, Guðný Helgadóttir, Sólveig Hauksdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Elísabet Þórisdóttir, Bjarni Ingvarsson, Evert Ingólfsson, Gísla Rúnar Jónsson, Edda Hólm, Sigrún Björnsdóttir. Leikmynd: Þorbjörg Höskuldsdóttir. Búningar: Valgerður Bergsdóttir. Lög og textar: ÓHS. Útsetningar: Hróðmar Sigurbjörnsson. Áhrifahljóð: Eggert Þorleifsson. Ljósmyndir: Sigfús Már Pétursson.
BLÓMARÓSIR: Leikritið fjallar um hóp ungra kvenna sem vinna í dósaverksmiðju. Við fylgjum konunum í blíðu og stríðu í einkalífi og á vinnustað, en þar eiga þær í höggi við hégómlegan, ruddalegan, drykkfeldan forstjóra og handbendi hans og undirlægju, verkstjórann. Leikritið er með söngvum.
LOVELY LASSES: A mixture of satire and realistic drama about women working in a factory. The drama is concerned with their everyday struggle to get through life and their victimization as social underdogs. The satire is directed against the owner of the factory, who is evil, drunken, stupid and vain. This was the playwright’s first full-length play and stirred up some controversy in Iceland. It contains some songs, but can be played without them.
The Peoples Theatre, 1979.
ACTORS: Female 9. Male 3.